- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Gunnar Felix Rúnarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Margrét A. Sanders.
Að auki sátu fundinn Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn og fóru yfir mælaborð sinna sviða tengt sex mánaða uppgjöri.
Mælaborð lögð fram til upplýsinga.
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað - Rammi fjárheimilda 2026.
Margrét A. Sanders vék af fundi undir málinu.
Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Lagt fram minnisblað um útboð á vátryggingum Reykjanesbæjar og Tjarnargötu 12 ehf.
Bæjarráð samþykkir 4-0 að taka tilboði TM í vátryggingar fyrir Reykjanesbæ og Tjarnargötu 12 ehf. en vísar ákvörðun um töku tilboðs í vátryggingar Reykjaneshafnar til atvinnu- og hafnarráðs.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingastöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Kölku nr. 570
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
814. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2025.