- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur I. Reynisson og Gunnar Felix Rúnarsson.
Að auki sátu fundinn Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll og sat Díana Hilmarsdóttir fundinn í hennar stað.
Margrét A. Sanders boðaði forföll og sat Guðbergur I. Reynisson fundinn í hennar stað.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll og sat Gunnar Felix Rúnarsson fundinn í hennar stað.
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.
Lögð fram drög að árshlutareikningi Reykjanesbæjar tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025.
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.
Lögð fram minnisblöð með tillögu að ramma fjárheimilda 2026 og áætluðum skatttekjum 2026.
Bæjarráð samþykkir fyrstu drög að ramma 3-0.
Guðbergur I. Reynisson (D) og Gunnar Felix Rúnarsson (U) sitja hjá.
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn og fóru yfir mælaborð menntasviðs tengt sex mánaða uppgjöri.
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað um kaup á búnaði leikskólanna Akurs og Vallar sem metinn er á kr. 20.647.517.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka við fjárfestingaráætlun 2025.
Bæjarráð heimilar að auglýsa stöðu sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-D. Bæjarráð samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti á 1525. fundi sínum 7. ágúst sl. Lögð fram ný umsögn byggingarfulltrúa og fyrirspurn Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna breytingar umsækjanda á fjölda gesta. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna og breytingu á fjölda gesta.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 12. ágúst 2025
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu mættu á fundinn.
Þriðja mál fundargerðarinnar Gamla búð (2025020331) samþykkt sérstaklega 5-0.
Fundargerðin lögð fram að öðru leyti til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 21. ágúst 2025
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað um fjármögnun á núverandi fjárfestingarverkefnum, Drekadal, Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Unnið út frá sviðsmyndum A, B1, B2, C og D.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir leið C með þremur atkvæðum, að hækka lánaheimild til langtímaláns úr 2,5 milljörðum í 4 milljarða.
Gunnar Felix Rúnarsson (U) og Guðbergur I. Reynisson (D) sitja hjá.
Gunnar Felix Rúnarsson (U) leggur fram eftirfarandi bókun:
Umbót telur það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið að ljúka þeim framkvæmdum sem þegar hafa verið hafnar við leik- og grunnskóla bæjarins, sérstaklega Drekadal, Myllubakka- og Holtaskóla. Í ljósi þess samþykkir Umbót að halda áfram þessum framkvæmdum. Umbót vill þó ítreka að ábyrg fjármálastjórn felur í sér að áætlanir standist. Við höfum ítrekað bent á að fjárhagsáætlanir meirihlutans hafi brugðist og að of mikið sé reitt á aukna skuldasöfnun. Því krefst Umbót þess að framhald framkvæmda verði unnið með skýrri forgangsröðun, gagnsæi og reglulegri framsetningu á fjárhagsstöðu verkefnanna. Við samþykkjum framkvæmdirnar og þar af leiðandi lið B2 vegna brýnna þarfa barna og fjölskyldna í bænum en ábyrgðin á þeirri fjármálastjórn sem leitt hefur til þessarar stöðu liggur hjá meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar.
Guðbergur I. Reynisson (D) tekur undir bókunina frá Umbót.
Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Fyrir árið 2025 voru samþykktar í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins alls 1.750 milljónir í fjárfestingar. Framkvæmdir fóru hratt af stað í byrjun árs og hafa gengið vel. Í byrjun sumars þegar ljóst var að framkvæmdir gengu betur en gert var upphaflega ráð fyrir var tekin ákvörðun um að leggja alla áherslu á þrjú verkefni; leikskólann Drekadal, til að hægt væri að opna nýjan leikskóla og að halda áfram umfangsmiklum viðgerðarframkvæmdum, og endurreisn grunnskólanna Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Eftir því hefur verið unnið í allt sumar og nú er svo komið að miðað við áætlað fjármagn mun framkvæmdum ljúka fyrir árið fljótlega.
Eftir ítarlega greiningu á málinu með stjórn eignasjóðs voru settar fram nokkrar sviðsmyndir. Í ljósi aðstæðna þá er eðlilegt að endurskoða upphaflega áætlun. Ljóst er að framkvæmdirnar við grunnskólana hafa tekið mikinn tíma og að okkar mati ástæðulaust að draga þá uppbyggingu enn frekar. Þess utan er mikilvægt að ná að opna leikskólann Drekadal að fullu til að tryggja börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Þessi þrjú verkefni snúa að lögbundinni grunnþjónustu í sveitarfélaginu og það er mikilvægt að við náum að halda dampi í framkvæmdum til að við náum fyrr en síðar að sameina umrædda skóla undir sama þaki.
Þó skal það sagt að Reykjanesbær er að vanda til verka til að tryggja heilsusamlega skóla og mun hvergi slá af þeim kröfum. Það er grundvallaratriði að börnin okkar, ungmenni og starfsfólki líði vel í byggingunum okkar.
Að því sögðu þá leggur meirihlutinn til að farið verði í langtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Til stendur nú þegar að fara í langtíma lánafjármögnun til að greiða upp skammtímalán sveitarfélagsins en meirihlutinn mun sækja um hærra lán, allt að fjóra milljarða til að geta haldið áfram umræddum þremur verkefnum.
Það er góð ákvörðun fyrir samfélagið okkar og það er skynsamlegt að halda áfram, eins og kostur er, í þessum stóru verkefnum og ná því fyrr en síðar að opna skólana okkar að fullu undir sama þaki. Það er mikilvægt fyrir okkur öll og það er forgangsröðun þessa meirihluta.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.21. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2025.