1529. fundur

04.09.2025 08:15

1529. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 4. september 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson og Margrét A. Sanders.

Að auki sátu fundinn Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll og sat Gunnar Felix Rúnarsson fundinn í hennar stað.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka inn málið Umsókn um lóð - Grænásbraut 2 (2025070120). Fjallað var um málið undir dagskrárlið 8.

1. Sunnubraut 35 - íþróttaakademíureitur (2025010481)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.

Lögð fram kynning frá Alta ráðgjöf með framtíðarsýn um þróun Akademíureitsins og forsögn að skipulagi nýrrar samfélagsmiðju, þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á blandaðri byggð með miðbæjartengdri starfsemi. Uppbygging á Akademíureitnum sem byggir á framtíðarsýninni skapar einstakt tækifæri til að bæta bæinn og styrkja.

Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs falið að vinna áfram í málinu.

2. Fjárhagsáætlun 2026-2029 (2025060320)

Lögð fram tímalína vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026-2029.

3. Farsældarráð Suðurnesja - tilnefningar (2025060040)

Lagt fram erindi frá verkefnastjóra farsældar á Suðurnesjum þar sem óskað er eftir tilnefningum á fulltrúum Reykjanesbæjar í farsældarráð Suðurnesja og framkvæmdahóp farsældarráðs.

Bæjarráð tilnefnir í farsældarráð Suðurnesja Heru Ósk Einarsdóttur fyrir hönd velferðarsviðs, Helga Arnarson fyrir hönd menntasviðs, Sverri Bergmann Magnússon fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar og Margréti Þórarinsdóttur fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar. Í framkvæmdahóp eru tilnefndar Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu fyrir hönd menntasviðs og Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis fyrir hönd velferðarsviðs.

4. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2026 (2025090032)

Lögð fram beiðni Stígamóta um fjárstuðning.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu 2026.

5. Fjölbrautaskóli Suðurnesja - umsókn um tækifærisleyfi (2025080518)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Lögð fram umsögn lögfræðings umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Ársskýrsla og ársreikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2024 (2025090054)

Ársskýrsla og ársreikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum fyrir árið 2024 lögð fram.

7. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 27. ágúst 2025 (2025020059)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 27. ágúst 2025

8. Umsókn um lóð - Grænásbraut 2 (2025070120)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Kadeco um að fella ekki niður byggingaréttargjöld vegna uppbyggingar Brynju leigufélags á umræddri lóð í Ásbrúarhverfi í Reykjanesbæ þar sem stóð til að byggja sjö íbúða raðhús sem úthluta átti til íbúa með fatlanir.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.48. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2025.