1530. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 11. september 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
1. Kvennaathvarfið - umsókn um rekstrarstyrk 2026 (2025090107)
Lögð fram beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2026 að upphæð kr. 800.000.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu 2026.
2. Bleika slaufan - beiðni um samstarf (2025090110)
Lagt fram erindi Bleiku slaufunnar um samstarf í árlegu átaksverkefni Krabbameinsfélagsins.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og hvetur stofnanir og starfsfólk sveitarfélagsins til að taka þátt í átaksverkefninu.
Fylgigögn:
3. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Nexis ehf., Hringbraut 92 (2025080058)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-B.
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
4. Úttekt GRECO á sveitarfélögum 2026 (2025090113)
Lagt fram erindi frá dómsmálaráðuneytinu varðandi úttekt á vegum GRECO sem snýr að sveitarfélögum á Íslandi. Sex stærstu sveitarfélög á landinu eru tilnefnd í úttektina sem mun síðan ná til tveggja þeirra. Reykjanesbær er eitt sveitarfélaga sem er tilnefnt til úttektar.
5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. ágúst 2025 (2025020043)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
6. Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 9. maí, 19. maí, 27. maí og 20. júní 2025 (2025010435)
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
7. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2025020046)
Sveinn Valdimarsson frá Beim ehf. og Kristinn Jakobsson innkaupastjóri mættu á fundinn.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
Lagt fram minnisblað með niðurstöðum útboðs vegna endurnýjunar ráðhúss Reykjanesbæjar.
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir að taka eftirfarandi tilboðum í verkhluta 1, 2, 3, 4, 5 og 7.
Í verkhluta 5, innanhússfrágangi, var undanskilið glerveggjakerfi.
Verkhluti 6, innréttingar og búnaður var undanskilinn frá útboði.
| Verkhluti |
Verktaki |
Tilboðsupphæð |
| 1. Aðstöðusköpun |
Allt verk |
4.305.700 |
| 2. Burðarvirki |
Allt verk |
1.973.300 |
| 3. Lagnir |
Blikksmiðja ÁG |
21.875.193 |
| 3. Loftræsting |
Blikksmiðja ÁG |
78.499.500 |
| 4. Raflagnir |
Nesraf |
166.521.746 |
| 5. Innanhússfrágangur |
Allt verk |
276.410.882 |
| 6. Innréttingar og búnaður |
|
|
| 7. Frágangur utanhúss |
Allt verk |
22.073.247 |
| |
Samtals |
571.659.568 |
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2025.