1531. fundur

18.09.2025 08:15

1531. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 18. september 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.

1. Bílastæðasjóður Reykjanesbæjar (2024080066)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur á umhverfis- og framkvæmdasviði mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðs bílastæðasjóðs Reykjanesbæjar um afmarkað verkefni.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur Erlu Bjarnýju Gunnarsdóttur lögfræðingi á umhverfis- og framkvæmdasviði að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

2. Grenndarstöðvar í Reykjanesbæ (2024040512)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur á umhverfis- og framkvæmdasviði mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað þar sem lagðar eru til breytingar á núverandi staðsetningu grenndarstöðva og einnig nýjar staðsetningar.

Bæjarráð samþykkir staðsetningu grenndarstöðvanna og að kostnaður við lýsingu verði tekinn af lykli 10590-6105. Áætlaður kostnaður við malbikun þriggja grenndarstöðva að hámarki sex milljónir verði teknar af lykli 10300-6105.

3. Styrkir til fatlaðs fólks vegna náms og verkfærakaupa (2024030016)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað þar sem vísað er í heimildarákvæði 25. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir til greiðslu styrkja vegna náms og verkfærakaupa.

Bæjarráð felur Heru Ósk Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

4. Fulltrúi minnihluta í starfshópi Akademíureits (2024010091)

Breyting á skipan í stýrihópi Akademíureits. Guðbergur Reynisson kemur inn í stýrihópinn í stað Helgu Jóhönnu Oddsdóttur.

5. GFN ehf. - umsókn um tækifærisleyfi (2025090215)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Ungmennafélag Njarðvíkur - umsókn um tækifærisleyfi (2025090265)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. Náttúruhamfaratryggingar - byggingar á þekktum hættusvæðum (2025090242)

Lagt fram bréf frá Náttúruhamfaratryggingum til upplýsingar sveitarstjórnum.

8. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 1. október 2025 (2025090262)

Lagt fram fundarboð um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. september 2025 (2025010161)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

815. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12. september 2025 (2025020043)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 984


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2025.