1532. fundur

25.09.2025 08:15

1532. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 25. september 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir varaformaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson og Margrét Þórarinsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll og sat Díana Hilmarsdóttir fundinn í hennar stað.
Margrét A. Sanders boðaði forföll og sat Guðbergur Reynisson fundinn í hennar stað.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka inn málið Bílastæðasjóður Reykjanesbæjar (2024080066). Fjallað var um málið undir dagskrárlið 11.

1. Fjárreiður Reykjanesbæjar (2025040024)

Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti á fundinn og fór yfir fjárstreymi og stöðu fjárfestinga.

2. Landsbyggðarstrætó - breytingar á leiðakerfum (2025090386)

Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála mætti á fundinn og kynnti nýtt leiðakerfi fyrir landsbyggðarstrætó sem Vegagerðin hefur gefið út og tekur gildi 1. janúar 2026.

Bæjarráð telur að gríðarleg skerðing verði á þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar þann 1. janúar 2026 þegar stoppistöðvum mun fækka úr átta í tvær í sveitarfélaginu ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga. Var bæjarfulltrúum bent á að það væri þörf á að gera þessar breytingar þar sem illa gengur að halda tímaáætlun í akstri sökum þungrar umferðar á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð telur óásættanlegt að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem komu fram á fundum sveitarfélaga á Suðurnesjum með Vegagerðinni í aðdraganda þessara breytinga og skorar á Vegagerðina að endurskoða breytingu þeirra á leiðarkerfi leiðar 55 í samráði við sveitarfélagið.

Fylgigögn:

Landsbyggðarvagnar - endurhönnun leiðarkerfis
Landsbyggðarstrætó - breytingar á leiðakerfi

3. Spítalareitur - breytingar (2024120232)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir, lögfræðingur á umhverfis- og framkvæmdasviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að undirrita uppfærð gögn.

4. Tækifærisleyfi - fullnaðarsamþykkt bæjarráðs (2025070307)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir, lögfræðingur á umhverfis- og framkvæmdasviði, mætti á fundinn.

Bæjarráð óskar eftir að forsetanefnd endurskoði málsmeðferðarreglur Reykjanesbæjar um veitinga- og gististaði.

5. Fráveita í Helguvík - nýting seyru (2025090374)

Viljayfirlýsing milli Reykjanesbæjar og IðunnarH2 ehf. um samstarf við nýtingu seyru frá fyrirhugaðri fráveitustöð í Helguvík lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna.

6. Brynja leigufélag - lóðir (2025070120)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7. Verk og vit 2026 – samstarf við Kadeco (2025090373)

Stjórn Kadeco óskar eftir samstarfi við Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Isavia um þátttöku á sýningunni Verk og vit sem verður haldin í Laugardalshöll í mars 2026.

Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu á sömu forsendum og á sýningunni 2024.

8. Þórukot ehf. - beiðni um þróunar- og samstarfssamning (2025090372)

Þórukot ehf. óskar eftir þróunar- og samstarfssamningi við Reykjanesbæ um hluta svæðisins sem skilgreint er í aðalskipulagi Reykjanesbæjar sem verslun og þjónusta VÞ2, með auðkenni 18048, sunnan Aðalgötu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

9. Skipulagsmál skógræktar hjá sveitarfélögum - ályktanir Skógræktarfélags Íslands (2025090376)

Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála mætti á fundinn.

Ályktanir aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 29.-31. ágúst 2025 lagðar fram.

Fylgigögn:

Framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - ályktun Skógræktarfélags Íslands
Aðalskipulag sveitarfélaga - skógrækt - ályktun Skógræktarfélags Íslands

10. Umsagnarmál í samráðsgátt (2025010342)

Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 - mál nr. 180/2025

https://island.is/samradsgatt/mal/4065

Umsagnarmál lagt fram.

11. Bílastæðasjóður Reykjanesbæjar (2024080066)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir, lögfræðingur á umhverfis- og framkvæmdasviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir framvindu málsins.

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar. Formanni bæjarráðs er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:26. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2025.