1533. fundur

09.10.2025 08:15

1533. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 9. október 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.

Að auki sátu fundinn Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka á dagskrá málið Áhrif gjaldþrots flugfélagsins Play (2025100114). Fjallað er um málið undir dagskrálið 11.

1. Brú lífeyrissjóður - breytingar á samþykktum (2025090428)

Þóra Jónsdóttir frá Brú lífeyrissjóði mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Tekið fyrir erindi frá Brú lífeyrissjóði um breytingar á réttindaákvæðum Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir 5-0 breytingar á ákvæðum 10.2. gr. og 18.2. gr. í viðauka 6 sem tekur til réttindaákvæða úr samþykktum Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Breytingar á réttindaákvæðum Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar

2. Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar - endurgreiðsluhlutfall 2026 (2025090425)

Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs 22. september 2025 var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 14. september sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2026 verði óbreytt, eða 72%.

Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagða tillögu Brúar lífeyrissjóðs um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri í réttindasafn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2026 verði 72%.

3. Fjárhagsáætlun 2026-2029 (2025060320)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Umræður um stöðu fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árin 2026-2029.

4. Leiðbeiningar um gerð stefnu og stefnumótunar (2025090420)

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri mætti á fundinn og kynnti tillögu að leiðbeiningum um gerð stefnu og stefnumótun.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og felur Aðalheiði Júlírós Óskarsdóttur gæðastjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

5. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum (2025100090)

Umræður um fyrirkomulag samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.

6. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Lava luxury apartments ehf., Grænásbraut 604A (2025090246)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um reksturs gististaðar í flokki II-G.

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

7. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 25. september 2025 (2025020453)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 94

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. september 2025 (2025020043)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 985

9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)

• Frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála (stefnumörkun), 105. mál
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
• Tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

Umsagnarmál lögð fram.

10. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2025020046)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir 5-0 á stjórnarfundi þann 9. október 2025 að leita fjármögnunar á framkvæmdum í Ráðhúsi Reykjanesbæjar við Tjarnargötu 12 á grundvelli tilboðsverðs útboðs sem fram hefur farið og samþykkt hefur verið ásamt tilboðsverði á innréttingum sem ekki hefur farið fram og ófyrirséðum kostnaði.

Regínu Fannýju Guðmundsdóttur, kt. (ekki birt), fjármálastjóra Reykjanesbæjar og prókúruhafa Tjarnargötu 12 ehf. verður veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. félagsins að leita tilboða í fjármögnun á framkvæmdinni sem og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast því.

11. Áhrif gjaldþrots flugfélagsins Play (2025100114)

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum vegna gjaldþrots flugfélagsins Play og þeirra áhrifa sem það getur haft á svæðið. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að halda áfram að afla upplýsinga um áhrif gjaldþrots flugfélagsins Play og þá sérstaklega með tilliti til uppsagna bæði hjá flugfélaginu og vegna afleiddra starfa eins og kostur er.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2025.