1535. fundur

23.10.2025 08:15

1535. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 23. október 2025, kl. 08:15

 
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.
 
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
 

1. Fjárhagsáætlun 2026-2029 (2025060320)

 
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
 
Umræður um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2026-2029.
 

2. Ferðaþjónusta utan sveitarfélagsins (2022010182)

 
Ólafur Garðar Rósinkarsson verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks mætti á fundinn.
 
Lagt fram minnisblað um útfærslu á akstursþjónustu fatlaðs fólks utan sveitarfélagsins.
 
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
 

3. Verklag vegna undirmönnunar í leikskólum (2025050381)

 
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn.
 
Lögð fram tillaga að verklagi vegna undirmönnunar í leikskólum Reykjanesbæjar.
 
Bæjarráð samþykkir framlagt verklag vegna undirmönnunar í leikskólum. Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
 

4. Þjónustumiðstöð Nesvöllum - rekstur eldhúss (2023070388)

 
Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn.
 
Lagt fram minnisblað þar sem kynntar eru fjórar mögulegar lausnir með það að markmiði að tryggja áframhaldandi gæðamáltíðir fyrir dagdvöl aldraðra og heimsendan mat þar sem Hrafnista hefur tekið ákvörðun um að hætta alfarið að reka eldhús á Nesvöllum.
 
Bæjarráð samþykkir leið B sem felur í sér að bjóða út rekstur og sölu máltíða fyrir dagdvalir aldraðra og heimsendan mat með þeim möguleika að stækka starfsemina. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
 

5. Akademíureitur (2025010481)

 
Bæjarstjórn hefur staðfest afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs um að kynna áform um uppbyggingu á Akademíureit fyrir íbúum Reykjanesbæjar.
 
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að tryggja að opinn kynningarfundur verði haldinn fyrir íbúa á næstu vikum.
 

6. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)

 
Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál
 
Umsagnarmál lagt fram.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:22. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2025.