1536. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 30. október 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Gunnar Felix Rúnarsson og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.
1. Helguvíkurhöfn - olíubryggja (2025060134)
Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs mætti á fundinn.
Lögð fram drög að samstarfssamkomulagi milli utanríkisráðuneytis, Landhelgisgæslu Íslands, Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um uppbyggingu eldsneytisbirgðarstöðvar og hafnaraðstöðu í Helguvík.
Bæjarráð samþykkir samstarfsamkomulagið fyrir sitt leyti og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Halldóri Karli Hermannssyni sviðstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að undirrita samkomulagið.
2. Þjónustumiðstöð Nesvöllum - rekstur eldhúss (2023070388)
Lagt fram minnisblað vegna auglýsingar um rekstur framleiðslueldhúss og veitingarsalar í þjónustumiðstöðinni Nesvöllum.
3. Æfingaaðstaða Massa, lyftingadeildar UMFN - endurbætur (2025100271)
Lögð fram þarfagreining ásamt teikningum og frumkostnaði vegna fyrirhugaðra framkvæmda við endurbætur á æfingaaðstöðu Lyftingardeild UMFN - Massa í íþróttahúsinu í Ytri-Njarðvík, Ljónagryfjunni. Áætlaður frumkostnaður er kr. 8.091.000.
Bæjarráð samþykkir þarfagreininguna og vísar henni til Stjórnar eignasjóðs í samræmi við verklagsreglu Beiðni um viðhaldsframkvæmd, nýbyggingu eða leiguhúsnæði (VRL-0044).
4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 21. október 2025 (2025020043)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
5. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)
• Tillaga til þingsályktunar um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, 87. mál
Umsagnarmál lagt fram.
Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og skipulagsráðs sendi umsögn um málið til nefndarsviðs Alþingis.
6. Fjárreiður Reykjanesbæjar (2025040024)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn og fór yfir fjárstreymi og stöðu fjárfestinga sveitarfélagsins.
7. Fjárhagsáætlun 2026-2029 (2025060320)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn og kynntu drög að fjárhagsáætlun sinna sviða.
8. Körfuknattleiksdeild U.M.F.N. - umsókn um tækifærisleyfi (2025100234)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:52. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2025.