1537. fundur

06.11.2025 08:15

1537. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 6. nóvember 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.

1. Fjárhagsáætlun 2026-2029 (2025060320)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Maciej Baginski rekstrarfulltrúi og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mættu á fundinn og kynntu drög að fjárhagsáætlun sviðanna.

2. Samstarfssamningur um rekstur hjúkrunarrýma - húsnæðisgjald (2019050822)

Lagt fram minnisblað þar sem óskað er eftir endurskoðun samstarfssamnings vegna eldri hluta hjúkrunarheimilisins.

Bæjarráð samþykkir að hækka hlutfall húsnæðisgjalds vegna hjúkrunarrýma upp í 80% og heimilar Regínu F. Guðmundsdóttur fjármálastjóra að vinna áfram í málinu.

3. Breyting á skipan fulltrúa í stjórn Reykjanes jarðvangs (2024010091)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri verður aðalmaður í stjórn Reykjanes jarðvangs, Helga María Finnbjörnsdóttir verður varamaður. Samþykkt 5-0.

4. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 30. október 2025 (2025010010)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.

Fylgigögn:

Fundargerð 21. fundar stjórnar Eignasjóðs 30. október 2025

5. Knattspyrnudeild U.M.F.N. - umsókn um tækifærisleyfi (2025100463)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 9. september og 14. október 2025 (2025010370)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Kölku nr. 572
Fundargerð stjórnar Kölku nr. 573

7. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja, utan Grindavíkur 14. október 2025 (2025030040)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Almannavarnar Suðurnesja, utan Grindavíkur.

Fylgigögn:

Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur 75


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. nóvember 2025.