1539. fundur

20.11.2025 08:15

1539. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 20. nóvember 2025, kl. 08:15

 
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
 
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
 
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
 
Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka á dagskrá málið Þjónustumiðstöð Nesvöllum - rekstur eldhúss (2023070388). Fjallað er um málið undir dagskrálið 9.
 

1. Fjárhagsáætlun 2026-2029 (2025060320)

 
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
 
Umræður um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2026-2029.
 

2. Félagslegt húsnæði - eignasafn, biðlisti og biðtími eftir úthlutun (2025020341)

 
Hilma H. Sigurðardóttir teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis mætti á fundinn.
 
Lögð fram svör vegna fyrirspurnar bæjarráðs um félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin leigufélög í Reykjanesbæ.
 

3. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - bílastæði (2024070281)

 
Lagt fram erindi frá húsnæðisnefnd HSS um fjölgun á bílastæðum við stofnunina.
 
Bæjarráð telur tillöguna í framlögðu erindi ekki vera góðan kost og óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdasvið vinni að því að finna heppilegri lausn í samvinnu við húsnæðisnefnd HSS.
 
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
 

4. Sjálfbærniuppgjör Reykjanesbæjar 2024 (2021010385)

 
Lögð fram skýrsla um sjálfbærniuppgjör Reykjanesbæjar fyrir árið 2024.
 
Fylgigögn:
 
 

5. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. nóvember 2025 (2025010161)

 
Lögð fram til kynningar fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
 
Bæjarráð tekur undir bókun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram kemur í níunda máli fundargerðarinnar vegna uppbyggingar varnagarða við Grindavík og Svartsengi.
 
Fylgigögn:
 
 

6. Dýravaktin - beiðni um styrk (2025110270)

 
Lagt fram erindi um fjárhagslegan stuðning við verkefni tengt dýravelferð.
 
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við því að þessu sinni.
 

7. Ársfundur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (2025110319)

 
Lagt fram fundarboð um ársfund Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 27. nóvember 2025.
 

8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)

 
• Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni), 229. mál
• Frumvarp til laga um brottfararstöð, 230. mál
• Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152, 237. mál
• Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda, 175. mál
 
Umsagnarmál lögð fram.
 

9. Þjónustumiðstöð Nesvöllum - rekstur eldhúss (2023070388)

 
Kristinn Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn.
 
Kynning á umsækjendum sem svöruðu auglýsingu um rekstur framleiðslueldhúss og veitingasalar í þjónustumiðstöðinni Nesvöllum.
 
Bæjarráð felur innkaupastjóra að vinna áfram í málinu.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2025.