1540. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Hljómahöll, 27. nóvember 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka á dagskrá málið Fjörheimar - Reykjanesbær - umsókn um tækifærisleyfi (2025110403). Fjallað er um málið undir dagskrálið 11.
1. Landsbyggðastrætó - breytingar á leiðakerfi (2025090386)
Lögð fram svör frá Vegagerðinni vegna bókunar bæjarráðs frá 25. september 2025.
Bókun bæjarráðs:
„Þegar kemur að leið 55 sem ekur á milli höfuðborgarsvæðisins, sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Keflavíkurflugvallar, vill bæjarráð koma enn og aftur á framfæri vonbrigðum sínum með breytingu Vegagerðarinnar á leiðakerfum landsbyggðastrætósins 55.
Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að markmið með breytingum á leiðakerfi hafi verið að aðlaga kerfið að breyttum þörfum notenda og að aðkallandi hafi verið að undirbúa leiðakerfið fyrir orkuskipti. Vísað er til stefnu stjórnvalda um almenningssamgöngur þar sem kemur fram að „Almenningssamgöngur innan einstakra sveitarfélaga eru á forræði þeirra.“ Miðað við þá stefnu telst akstur leiðar 55 innan Reykjanesbæjar sem innanbæjarakstur og því ákveðið að fækka stoppistöðvum úr átta í tvær en auk þess mun fjöldi ferða með BSÍ á endastöð fækka úr átta ferðum niður í fimm á virkum dögum, frá og með 1. janúar 2026.
Með breytingunum geta íbúar Reykjanesbæjar illa nýtt strætóinn til og frá höfuðborginni snemma á morgnanna og seint á kvöldin.
Strætó 55 fækkar stoppistöðvum úr átta í tvær og hættir að stoppa í Ásbrú sem er 5.000 íbúa hverfi. Kostnaður fyrir Reykjanesbæ við að bæta við morgunakstri frá kl. 06-07 kostar okkur 15 milljónir árlega en horfast þarf í augu við það að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna.
Hér er um að ræða skort á mikilvægri þjónustu fyrir fjórða stærsta sveitarfélag Íslands og vísað í stefnu stjórnvalda um áreiðanlegri samgöngur. Þetta skýtur skökku við þegar framlög til almenningssamgangna hækkuðu um 2,3 milljarða milli 2024 og 2025 en helstu breytingarnar snéru að aukinni þjónustu í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins með styttri ferðatíma og lengri þjónustutíma. Áherslur á landsbyggðina og samfélögin þar mæta hér afgangi og við í Reykjanesbæ hörmum þessa ákvörðun Vegagerðarinnar.“
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Fylgigögn:
2. Reykjanesbraut – breyting á aðalskipulagi (2019060056)
Lögð fram svör frá Vegagerðinni vegna bókunar bæjarstjórnar frá 7. október 2025.
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með að Vegagerðin sjái ekki ástæðu til að eiga samráð við sveitarfélagið varðandi þann valkost sem varð fyrir valinu í frumdragavinnunni og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fylgigögn:
3. Þjónustumiðstöð Nesvöllum - rekstur eldhúss (2023070388)
Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn.
Lögð fram vinnugögn.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að ganga til samninga við Kiwi veitingar ehf. (Soho Catering).
4. Frumvarp um brottfararstöð - umsögn (2025030101)
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
5. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Bjartavík ehf., Grænásbraut 700 (2025100321)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um veitingaleyfi í flokki II-G samkomusalir. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
6. Fundargerð stjórnar eignasjóðs 25. nóvember 2025 (2025010010)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.
Fylgigögn:
7. Árshlutauppgjör - 9 mánaða uppgjör (2025110432)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.
Lögð fram drög að níu mánaða árshlutauppgjöri Reykjanesbæjar fyrir tímabilið 1. janúar – 30. september 2025.
8. Viðauki við fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2025 (2024050440)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.
Lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun 2025 sem samþykktur var á fundi bæjarráðs 28. ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 kr. 16.000.000.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárfestingaáætlun 2025 kr. 718.650.000.
9. Fjárhagsáætlun 2026-2029 (2025060320)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.
Lögð fram fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2026 til og með 2029.
Lögð fram til samþykktar gjaldskrá Reykjanesbæjar fyrir árið 2026. Gjaldskrá Reykjanesbæjar 2026 samþykkt 5-0 með breytingum.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að fjölga kjörstöðum í þrjá fyrir sveitarstjórnarkosningar 2026.
Ítarleg kynning á fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum frá deildarstjóra eignaumsýslu.
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2026 til og með 2029 vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 2. desember 2025.
10. Fjárreiður Reykjanesbæjar (2025040024)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn og fór yfir fjárstreymi og stöðu fjárfestinga sveitarfélagsins.
11. Fjörheimar - Reykjanesbær - umsókn um tækifærisleyfi (2025110403)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:28. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2025.