- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Margrét Þórarinsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka á dagskrá málið Aðalfundur Reykjanes Geopark (2025120060). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 7 sem er tekinn til umræðu á undan dagskrárliði 6.
Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mættu á fundinn.
Lagt fram gjafaafsal þar sem Reykjanesbær afsalar Golfklúbbi Suðurnesja eftirfarandi fasteignum: Golfskálann við Hólmsvöll í Leiru (F2096000), aðstöðuhúsi (F2236660) og vélageymslu (F2236659) ásamt öllu því sem mannvirkjunum fylgir, án lóðarréttinda.
Bæjarráð samþykkir gjafaafsalið 5-0 og felur bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita gjafaafsalið fyrir hönd Reykjanesbæjar.
Gunnar Kr. Þ. Ottósson skipulagsfulltrúi og Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar mættu á fundinn.
Lögð fram drög að Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2026.
Lagt fram erindi um fjárhagslegan stuðning og samstarf.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðni um fjárhagslegan stuðning að þessu sinni. Bæjarráð leggur til að stjórnendur á mennta- og velferðarsviði Reykjanesbæjar kanni möguleika á samstarfi við ADHD samtökin
Fylgigögn:
Almenn greinargerð um starfsemi ADHD samtakanna
4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. nóvember 2025 (2025020043)
Lögð fram til kynningar fundargerð Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 989
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja.
Fylgigögn:
Fundargerð 96. Fundur Stjórn BS
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Sverrir Bergmann Magnússon (S), Guðbergur Reynisson (D) og Helga María Finnbjörnsdóttir (Y) véku af fundi undir þessu máli. Inn á fundinn kom Díana Hilmarsdóttir (B).
Geirlaug Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Hagvangs og Iðunn Kristín Grétarsdóttir mannauðsstjóri mættu á fundinn.
Þrír umsækjendur sem eftir stóðu að loknum viðtölum kynntu verkefni sem lögð voru fyrir þá.
Umsækjendum eru þakkaðar kynningarnar. Geirlaugu Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Hagvangs og Iðunni Kristínu Grétarsdóttur mannauðsstjóra er falið að setja fram heildarmat á umsækjendum út frá öllum þáttum umsóknarferilsins og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs.
Lagt fram aðalfundarboð Reykjanes Geopark.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs fari með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:16. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2025.