1542. fundur

11.12.2025 08:15

1542. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 11. desember 2025, kl. 08:15

 
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Gunnar Felix Rúnarsson, Margrét A. Sanders og Sverrir Bergmann Magnússon.
 
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
 
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
 

1. Hrafnista Nesvöllum - samningur um rekstur hjúkrunarrýma (2025120123)

 
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn.
 
Lögð fram drög að samningi milli Reykjanesbæjar og Hrafnistu um rekstur 60 hjúkrunarrýma á Nesvöllum.
 
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning sem felur í sér hækkun á daggjaldi í 80% frá 1.janúar 2026 og í 100% frá 1. janúar 2027 sem er í samræmi við samninga við flest önnur hjúkrunarheimili.
 
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samninginn.
 

2. Þjónustumiðstöð Nesvöllum - lok samkomulags um rekstur og starfsemi (2023020654)

 
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn.
 
Lögð fram drög að samkomulagi um lok samkomulags um rekstur og starfsemi þjónustumiðstöðvar á Nesvöllum, rekstur Hrafnistu á eldhúsi frá og með 15. desember 2025 og ræstingu frá og með 1. janúar 2026.
 
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samninginn.
 

3. Gamla búð (2025020331)

 
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn.
 
Lagt fram minnisblað. Samantekt úr viðtölum við þá aðila sem vilja hefja rekstur í Gömlu búð.
 
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og deildarstjóra eignaumsýslu að óska eftir frekari upplýsingum í samræmi við umræður á fundinum.
 

4. Leiðandi sveitarfélag - erindi Grindavíkurbæjar og Grindavíkurnefndar (2025120125)

 
Lagt fram erindi frá Grindavíkurbæ og Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík (Grindavíkurnefnd) um viðræður um mögulegt samstarf í málefnum félagsþjónustu, barnavernd, leik- og grunnskólamál og framkvæmd farsældarlaga vegna Grindvíkinga þar sem Reykjanesbær taki að sér hlutverk leiðandi sveitarfélags.
 
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
 

5. Körfuknattleiksdeild U.M.F.N - umsókn um tækifærisleyfi (2025120087)

 
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 

6. Fjárskyn ehf. (Dubliner) - umsókn um tækifærisleyfi (2025120090)

 
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 

7. Fundargerð stjórnar eignasjóðs 3. desember 2025 (2025010010)

 
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.
 
Fylgigögn:
 
 

8. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar 29. október 2025 (2025010370)

 
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku.
 
Fylgigögn:
 
 

9. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 3. desember 2025 (2025030040)

 
Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur.
 
Fylgigögn:
 
 

10. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2025020046)

 
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
 
Á fundi stjórnar Tjarnargötu 12 ehf. þann 9. október 2025 var samþykkir að leita fjármögnunar á framkvæmdum Ráðhúss Reykjanesbæjar við Tjarnargötu 12 á grundvelli tilboðsverðs útboðs sem fram hefur farið og samþykkt hefur verið ásamt tilboðsverði á innréttingum sem ekki hefur farið fram og ófyrirséðum kostnaði.
 
Lagt er fram minnisblaði um tilboð sem bárust í fjármögnun á framkvæmdum Tjarnargötu 12.
 
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir lántöku að hámarki upphæð 747 m.kr. og felur fjármálastjóra að leita hagstæðustu kjara.
 

11. Umsagnarmál í samráðsgátt - endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025 (2025010342)

 
Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025. https://island.is/samradsgatt/mal/4127
 
Umsagnarmál lagt fram.
 
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að senda inn umsögn.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2025.