1543. fundur

18.12.2025 08:15

1543. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 18. desember 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda (2023030124)

Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar mætti á fundinn og kynnti verkefni sem snýr að því að auka lýðræðisþátttöku innflytjenda með því að halda vinnustofur til að styrkja þekkingu þeirra á sveitarstjórnarkosningum, hlutverki sveitarfélagsins og áhrifum kosninga og réttindum innflytjenda til að bjóða sig fram og kjósa.

Bæjarráð samþykkir að vinnustofur verði haldnar í febrúar nk.

2. Rafræn vöktun - reglur um öryggismyndavélar (2025030173)

Lagðar fram uppfærðar reglur um rafræna vöktun vegna breytinga á reglum frá Persónuvernd nr. 50/2023.

Bæjarráð staðfestir almennar reglur Reykjanesbæjar um rafræna vöktun.

3. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 5. desember 2025 (2025020043)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 990

4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. desember 2025 (2025010161)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

818. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 10. desember 2025 (2025020059)

Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

321. fundur heilbrigðisnefndar Suðurnesja 10. desember 2025


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:07. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. janúar 2026.