1545. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 2. janúar 2026, kl. 10:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
1. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ - breytingar á akstri 2026 (2019090564)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað um breytingar á akstri almenningsvagna árið 2026 sem eru tilkomnar vegna skerðingar á þjónustu sem Vegagerðin hefur boðað að taki gildi áramótin 2025-2026 og að auki verður akstur hafinn á sunnudögum samkvæmt sama leiðarkerfi og er í gildi á laugardögum í dag.
Aukið var við fjárheimildir í almenningssamgöngum í fjárhagsáætlun 2026 til að mæta þeim kostnaði sem hlýst af þjónustuskerðingu Vegagerðarinnar við íbúa í Reykjanesbæ. Ljóst er að sú þjónustuskerðing sem íbúar á Suðurnesjum verða fyrir á sér ekki fordæmi í öðrum stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra Kjartani Má Kjartanssyni og Guðlaugi H. Sigurjónssyni að vinna áfram í málinu og fá úr því skorið hvort Vegagerðin muni taka tillit til athugasemda sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að mæta þörfum íbúa á svæðinu og til að tryggja að ekki halli á einn landshluta.
2. Rökstuðningur vegna ráðningar sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs (2025120383)
Lögð fram beiðni um rökstuðning vegna ráðningar sviðsstjóra menningar og þjónustusviðs.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að afla rökstuðnings frá Hagvangi og mannauðsstjóra.
3. Krummar fasteignir ehf. - umsókn um leyfi til reksturs gististaðar - Heiðarbakki 14 (2025120229)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-C. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
4. Umsögn vegna rekstrarleyfis – B11 Guesthouse ehf., Bolafæti 11 (2025100437)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki IV-A. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
5. Fundargerð stjórnar eignasjóðs 18. desember 2025 (2025010010)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.
Fylgigögn:
6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12. desember 2025 (2025020043)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
7. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 4. desember 2025 (2025020420)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.
Fylgigögn:
8. Umsagnarmál í samráðsgátt (2025010342)
Frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í samráðsgátt.
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. janúar 2026.