1547. fundur

15.01.2026 08:15

1547. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Grænásbraut 910 - Seltjörn, 15. janúar 2026, kl. 08:15

 
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
 
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
 
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
 

1. Bílastæðasjóður Reykjanesbæjar (2024080066)

 
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.
 
Lagt fram erindi um mögulegt samstarf Reykjanesbæjar og Lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ólöglega lagðra bifreiða í sveitarfélaginu.
 
Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og Erlu Bjarnýju Gunnarsdóttur lögfræðingi umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.
 
Fylgigögn:
 
 

2. Akademíureitur (2025010481)

 
Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs og Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.
 
Lagt fram minnisblað starfshóps um næstu skref verkefnisins Akademíureitur.
 
Bæjarráð samþykkir tillögur starfshóps um næstu skref verkefnisins. Bæjarráð samþykkir einnig leið tvö sem starfshópurinn leggur til sem er að skipta svæðinu upp í reiti og bjóða út hvern reit fyrir sig.
 
Bæjarráð felur Erlu Bjarnýju Gunnarsdóttur lögfræðingi umhverfis- og framkvæmdasviðs og Gunnari Kristni Ottóssyni skipulagsfulltrúa að vinna áfram í málinu.
 

3. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2026 (2025100081)

 
Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi og Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri fasteigna Reykjanesbæjar mættu á fundinn.
 
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2026 fyrir Reykjanesbæ. Bæjarráð óskar eftir að húsnæðisáætlunin verði uppfærð í samræmi við umræður á fundinum.
 
Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun í fyrri umræðu í bæjarstjórn 20. janúar nk.
 

4. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

 
Atli Geir Júlíusson frá Verkfræðistofu Suðurnesja mætti á fundinn.
 
Farið yfir framkvæmd og stöðu verkefnisins sem er á lokametrunum.
 

5. Styrkumsókn - Börn með ME (2026010144)

 
Lögð fram beiðni um styrk.
 
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við því að þessu sinni.
 

6. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar 9. desember 2025 (2025010370)

 
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Kölku sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
 
Fylgigögn:
 
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. janúar 2026.