- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.
Að auki sátu fundinn Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Lögð fram bókun umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. nóvember 2025.
Margrét Þórarinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
„Umbót gerir alvarlegan fyrirvara við þá málsmeðferð sem nú er viðhöfð í máli uppbyggingar við Víkingaheima.
Í upphafi málsins lá fyrir neikvætt faglegt mat sem var samþykkt samhljóða af umhverfis- og skipulagsráði. Þrátt fyrir það er málið nú fært inn í bæjarráð enn og aftur, án þess að nokkuð hafi breyst efnislega í forsendum þess.
Umbót telur þetta mjög varhugaverða leið, þar sem verið er að fara bakdyramegin fram hjá faglegri afgreiðslu skipulagssviðs, í stað þess að vinna málið áfram þar, eins og eðlilegt hefði verið.
Fyrirliggjandi beiðni frá Funabergi fasteignafélagi ehf. felur í sér:
• breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar,
• breytingu á deiliskipulagi,
• og röskun á grænu svæði,
allt til að mæta óskum eins aðila.
Umbót varar sérstaklega við þeirri þróun að aðalskipulagi og deiliskipulagi sé breytt í hvert sinn sem óskað er eftir frávikum frá þróunarsvæðum, þar sem slíkt grefur undan skipulagslegri heildarsýn, jafnræði og fyrirsjáanleika.
Jafnframt bendir Umbót á að kostnaður við breytingar á skipulagi fellur á sveitarfélagið. Engar upplýsingar liggja fyrir um hver sá kostnaður er, né hver muni bera hann. Þetta eru ákvarðanir sem hafa bein fjárhagsleg áhrif á Reykjanesbæ og íbúa hans.
Aðrir verktakar í sveitarfélaginu, sem greiða útsvar og starfa eftir gildandi skipulagi, fá enga aðkomu að þessu ferli, þrátt fyrir að hér sé verið að skapa nýtt byggingarsvæði fyrir einn aðila.
Umbót telur að þetta mál hefði aldrei átt að koma til afgreiðslu bæjarráðs, heldur átt að vera unnið áfram innan skipulagssviðs í samræmi við faglegt mat þess þar sem beiðni Funabergs var hafnað.
Af framangreindum ástæðum getur Umbót ekki stutt málið í núverandi mynd.“
Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og skipulagsráðs um að ákvörðun um mögulega breytingu á notkun svæðisins verði tekin upp að nýju samhliða endurskoðun aðalskipulags sem ráðgert er að hefjist síðar á þessu ári.
Samþykkt 4-0. Margrét Þórarinsdóttir sat hjá.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs ses. lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs ses. 8. desember 2025
Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. lagðar fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 79. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 5. júlí 2024
Fundargerð 80. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 23. ágúst 2024
Fundargerð 81. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 26. nóvember 2024
Fundargerð 82. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 24. janúar 2025
Fundargerð 83. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 3. mars 2025
Fundargerð 84. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 31. mars 2025
Fundargerð 85. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 5. maí 2025
Fundargerð 86. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 26. maí 2025
Fundargerð 87. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 30. júní 2025
Fundargerð 88. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 13. september 2025
Fundargerð 89. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 20. september 2025
Fundargerð 91. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 17. nóvember 2025
Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 819. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:09. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. febrúar 2026.