983. fundur

03.07.2014 13:45

983. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 3. júlí 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hjörtur Zakaríasson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir fundarritari.

1. Kosningar í nefndir/verkefnisstjórnir sbr. 58. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar (2014060294)

1.1. Stjórn Brunavarna Suðurnesja 3 aðalmenn og 3 til vara
Kristján Jóhannsson, Reynir Ólafsson og Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmenn. Hrafn Ásgeirsson, Jóhannes Sigurðsson og  Erlingur Bjarnason varamenn.

1.2. Stjórn Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 3 aðalmenn og 3 til vara
Andri Víðisson, Dagmar Lóa Hilmarsdóttir, Haraldur Helgason aðalmenn. Alexander Ragnarsson, Valgeir Ólason og Ingigerður Sæmundsdóttir varamenn.

1.3. Stjórn Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 1 aðalmaður og 1 til vara
Þórður Karlsson aðalmaður og Geir Gunnarsson varamaður.

1.4. Stjórn Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum 1 aðalmaður og 1 til vara
Jóhanna Sigurbjörnsdóttir aðalmaður og Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður.

1.5. Stjórn Reykjanes jarðvangs 1 aðalmaður og 1 til vara
Jóhann D Jónsson aðalmaður og Ellert Grétarsson varamaður.

1.6. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1 aðalmaður og 1 til vara
Gunnar Þórarinsson aðalmaður og Guðbrandur Einarsson varamaður.

1.7. Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 3 aðalmenn og 3 til vara
Birgir Bragason, Teitur Örlygsson og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir aðalmenn. Baldvin L Sigurbjartsson, Bjarni Stefánsson og Hanna Björg Konráðsdóttir varamenn.

2. Fundargerð frá vinabæjafundi í Kerava 15/6´14 (2014020275)
Lögð fram.

3. Ósk um stuðning við starf skákfélagsins Hróksins (2014060178)
Sent til bæjarstjóra til afgreiðslu.

4. Tilmæli Innanríkisráðuneytisins varðandi viðauka við fjárhagsáætlanir (2013100545)
Lagt fram til upplýsinga.

5. 5. mál bæjarráðs 26/6´14 – framkvæmdir á fræðslusviði (2014060429)
Lögð fram greinargerð Björns Samúelssonar um útfærslu við framkvæmdir á Heiðarseli að upphæð 20.010.401.  Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 17 milljónum.  Bæjarráð samþykkir að ráðast í framkvæmdir samkvæmt tillögu Björns Samúelssonar.  Það sem upp á vantar verði tekið af viðhaldslykli Umhverfis- og skipulagssviðs.

6. Málefni BS – greinargerð OMR verkfræðistofu (2013110105)
Vísað til nýrrar stjórnar BS til umsagnar og greinargerðin send eignar- og samstarfsaðilum BS.

7. Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (2014070019)
Lagt fram.

8. Aðalfundur Víkingaheima (2014010041)
Boðað til aðalfundar 21. júlí nk.

9. Tillaga um áheyrnarfulltrúa ásamt greinargerð bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins (2014060292)
Kristinn Jakobsson vék af fundi meðan afgreiðsla fór fram.

a) Tillaga um launaða áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokksins í nefndum.
Bæjarráð hafnar ósk Kristins Jakobssonar fulltrúa Framsóknarflokksins.  Þar sem fullnaðarafgreiðsla mála fer fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar en ekki í nefndum er ekki talið rétt að fjölga fulltrúum með tilheyrandi kostnaði.  Samþykkt 5-0.

Tillaga sjálfstæðismanna:
Bæjarráð samþykkir að heimila Framsókn að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum án þess að sérstök greiðsla komi til.
Tillagan felld með þrem atkvæðum meirihlutans.

Bæjarráð samþykkir að greiða fulltrúa Framsóknarflokksins fyrir hvern setinn fund í bæjarráði.  Samþykkt 5-0.

Kristinn Jakobsson kom inn á fundinn eftir afgreiðslu.

Kristinn Þór Jakobsson bókar eftirfarandi:

Í stefnuskrám allra framboða við síðustu kosningar kom fram  áherslur á aukið lýðræði og gagnsæi.  Undirritaður telur að það yrði í fullu samræmi við þær áherslur að veita Framsókn  rétt á áheyrnarfulltrúa í sex fastanefndum sveitarfélagsins. Nú kýs nýr meirihluti að ganga á bak kosningaloforða framboðanna sem hann mynda, um aukið íbúalýðræði, opnari og gagnsærri stjórnsýslu og aukin áhrif íbúa á nærumhverfi sitt.

Þrátt fyrir heimildir í sveitarstjórnarlögum og samþykktum Reykjanesbæjar hafnar meirihluti nýs bæjarráðs áheyrnarfulltrúum í nefndir Reykjanesbæjar. Fordæmi eru fyrir áheyrnarfulltrúum í öllum stærri sveitarfélögum og því óskiljanlegt að nýr meirihluti skýlir sig á bak við rök sem ganga þvert á stefnuskrá þeirra.

Fleira ekki gert og fundi slitið.