984. fundur

10.07.2014 10:20

984. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. júlí 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson varaformaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir varamaður, Hjörtur Zakaríasson bæjarstóri, Gunnar Þórarinsson stýrði fundi og Hrefna Gunnarsdóttir var fundarritari

1. Fundargerð barnaverndarnefndar 23/6´14 (2014020157)
Lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar DS 19/6´14 (2014011012)
Lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/6´14 (2014020154)
Lögð fram.

4. Ályktanir Landssambands Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna 25. – 26. apríl s.l. (2014070057)
Vísað til stjórnar BS.

5. Boðun XXVIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. – 26. september 2014 (2014070097)
Lagt fram.

6. Erindi vegna Vesturbrautar 10 (2014070122)
Samþykkt að taka tilboðinu. Kostnaður innan fjárhagsáætlunar Umhverfis- og skipulagssviðs.

7. Kosningar í nefndir/verkefnisstjórnir – breyting á varamanni í stjórn Reykjanes jarðvangs  (2014060294)
Kristín Gyða Njálsdóttir kemur inn sem varamaður í stjórn Reykjanes jarðvangs í stað Ellerts Grétarssonar.

8. Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára – breytingar vegna kynjahlutfalls  (2014060292)
Breytingar vegna kynjahlutfalls:
Gunnar H. Garðarsson fer úr íþrótta- og tómstundaráði í fræðsluráð.
Jón Haukur Hafsteinsson fer í íþrótta- og tómstundaráð.
Jóhanna Sigurbjörnsdóttir fer úr fræðsluráði.

9. Erindi innanríkisráðuneytisins varðandi kvörtun Kristins Þórs Jakobssonar bæjarfulltrúa vegna synjunar um áheyrnarfulltrúa (2014070117)
Bæjarstjóra falið að svara erindinu..

Fleira ekki gert og fundi slitið.