987. fundur

31.07.2014 10:58

987. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 31. júlí 2014 að Tjarnargata 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, aðalmaður, Árni Sigfússon, aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir, varamaður, Anna Lóa Ólafsdóttir, varamaður, Halldóra Hreinsdóttir, vara-áheyrnarfulltrúi, Hjörtur Zakaríasson, bæjarstóri og Hrefna Gunnarsdóttir, fundarritari

1. Ráðning bæjarstjóra
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að ráða Kjartan Már Kjartansson sem bæjarstjóra Reykjanesbæjar til loka þessa kjörtímabils og formanni bæjarráðs veitt heimild til að ganga frá ráðningarsamningi við hann og leggja fyrir bæjarráð.

Undirritað
Friðjón Einarsson
Gunnar Þórarinsson
Anna Lóa Ólafsdóttir

Samþykkt með 3 atkvæðum meirihluta, minnihluti sjálfstæðismanna, Árni Sigfússon og Magnea Guðmundsdóttir, sitja hjá.

Bókun sjálfstæðismanna vegna tillögu að ráðningu bæjarstjóra:
Við ákvörðun um ráðningu bæjarstjóra hafa sjálfstæðismenn ekki verið upplýstir um efni umsókna þeirra rúmlega 20 sem sóttu um stöðu bæjarstjóra og hvernig komist var að umræddri niðurstöðu. Því er ógjörningur að taka afstöðu til umsækjenda.
Hins vegar er ánægjulegt að núverandi þrír flokkar í meirihluta skuli svo stuttu eftir kosningar komnir af þeirri skoðun sinni að ekki skuli vera pólitískur bæjarstjóri því aðili með skýran pólitískan bakgrunn er metinn bestur til starfsins. Kjartan Már, fyrrverandi bæjarfulltrúi, hefur að okkar mati góða rekstrarreynslu. Hins vegar er áberandi að Frjálst afl hefur fallið frá þeirri stefnu sinni að bæjarstjóri þurfi að vera sérfræðingur í „endurskipulagningu skulda“ og „beintengjast ekki stjórnmálaöflum í bæjarfélaginu“.
Við óskum Kjartani Má góðs gengis í starfi sínu fyrir bæinn og munum vinna vel með honum.

2. Erindi Parkinsonssamtakanna um fjárstyrk
Bæjarstjóra falið að ræða við samtökin um húsnæðismál.

3. Erindi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála v/kæru um breytingu á deiliskipulagi fyrir Gróf og Berg
Bæjarráð vísar þessu máli til Umhverfis- og skipulagssviðs, málið verði undirbúið og óskað eftir vandaðri umfjöllum.

4. Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála /tvær kærur frá 16. og 17. júlí að veita Landsneti framkvæmdarleyfi vegna lagningar á Suðurnesjalínu 2.
Bæjarráð vísar þessu máli til Umhverfis- og skipulagssviðs, ganga frá svari og leggja fyrir bæjarráð.

5. Erindi félagsmálastjóra um framlengingu á akstri fatlaðra og aldraðra til áramóta.
Bæjarráð samþykkir framlengingu til áramóta.

6. 5. og 6. mál er frestað var í bæjarráði 24. júlí 2014 /aukin stöðugildi við Hæfingarstöðina og Lyngmóa sbr. fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs frá 14. júlí 2014
Bæjarráð hefur skilning á málinu og vísar því til fjárhagsáætlunar 2015

Samþykkt með 3 atkvæðum meirihluta, minnihluti sjálfstæðismanna, Árni Sigfússon og Magnea Guðmundsdóttir, sitja hjá.

Bókun sjálfstæðismanna:
Eins og fram kemur í erindi Hæfingarstöðvarinnar er mjög brýnt að styðja málið nú þegar. Miðað við stöðu í rekstri er svigrúm til þess.

7. Erindi félagsmálastjóra varðandi samninga og rekstur Nesvalla
Bæjarráð leggur til að málinu verði frestað.

8. Rekstraruppgjör RNB fyrir maí 2014
Lagt fram til upplýsinga.

9. Fjárþörf 2014
Lagt fram til upplýsinga.

Fleira ekki gert og fundi slitið.