989. fundur

14.08.2014 11:17

989. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 14. ágúst 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Baldur Guðmundsson varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hjörtur Zakaríasson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir fundarritari.

1. Erindi vegna 100 ára kosningaréttar kvenna (2014080161)
Bæjarráð vísar erindinu til Menningarráðs til afgreiðslu.

2. Ósk um stækkun Ráðhúskaffis (2ö14080017) (2014010041)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið.

3. Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi (2014080159)
Bæjarráð skipar Jóhann D. Jónsson sem fulltrúa Reykjanesbæjar.
Samþykkt með atkvæðum meirihluta, minnihluti situr hjá.

4. Leiguskuld og málefni tengd Paddy´s (2014080137)
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu eins og það er lagt fram og felur bæjarstjóra að ræða við leigutaka.
Samþykkt samhljóða.

5. Niðurstaða vegna ráðningar bæjarstjóra (2014080162)
Lagt fram.  Heildarkostnaður vegna ráðninga bæjarstjóra með auglýsingum kr. 719.200

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. ágúst 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.