990. fundur

21.08.2014 12:10

990. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 21. ágúst 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hjörtur Zakaríasson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. 3. mál bæjarráðs 31/7´14 - drög að svari  (2014070215)
Mættir á fundinn frá Umhverfis- og skipulagssviði voru Guðlaugur. H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri og Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og fóru yfir málið.  Bæjarráð samþykkir svar Umhverfis- og skipulagssviðs.

2. Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses. 8. september n.k. (2014080278)
Fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórn Reykjanesjarðvangs fer með atkvæði Reykjanesbæjar.

3. Aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. 21. ágúst n.k. (2014080311)
Lagt fram. Bæjarfulltrúar hvattir til að mæta.

4. Erindi stjórnar Brunavarna Suðurnesja v/úttekt á húsnæðisþörf  (2013110105)
Bæjarráð frestar erindinu og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

5. Tilkynning Jafnréttisstofu v/skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008 (2014080224)
Lagt fram.

6. Úrskurður innanríkisráðuneytisins varðandi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum Reykjanesbæjar (2014070117)
Lagt fram.

7. Vinabæjasamningur milli Xianyang og Reykjanesbæjar (2014080326)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

8. Ráðningarsamningur við bæjarstjóra (2014080328)
Drög að ráðningarsamningi lögð fram til kynningar.

9. Drög að 6 mánaða uppgjöri úr bókhaldi Reykjanesbæjar 2014 (2014050353)
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi mætti á fundinn.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.