992. fundur

04.09.2014 14:03

992. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 4. september 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

1. Samkomulag um nýja launaröðun við Akurskóla (2014090065)
Framkvæmdastjóri FRÆ mætir á fundinn

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að þetta sé innan fjárhagsáætlunar.

2. Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi Dag íslenskrar náttúru  (2014090001)
Bæjarstjóra falið að vinna frekar í málinu. Kristinn Jakobsson áheyrnarfulltrúi óskar bókað að dagurinn verður helgaður Njarðvíkurskógum.

3. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 24/5´14 (2014020292)
Lagt fram.

4. Kosning formanns stjórnar Hljómahallar (2014090074)
Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu

Bæjarráð samþykkir að Kjartan Eiríksson stjórnamaður verði formaður stjórnar í stað Kjartans M. Kjartanssonar þangað til annað verði ákveðið.

5. Erindi Sýslumanns v/tækifærisleyfi. (2014010041)
Bæjarráð  er mótfallið erindinu og vísar  í samkomulag veitinga- og skemmtistaða við lögregluna á Suðurnesjum og Reykjanesbæ.

6. Framhaldsaðalfundur DS (2014010041)
Framhaldsaðalfundur DS verður haldinn 8. september n.k. kl. 17:00 á Nesvöllum. Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnir Hönnu B. Konráðsdóttur sem aðalfulltrúa og varafulltrúi Baldur Þ. Guðmundsson.
Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta.

7. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga v/landsþings (2014010041)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2014.