996. fundur

02.10.2014 15:32

996. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 2. október 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

1. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 9. og 10. október n.k. (2014090554)
Lagt fram.

2. Ársfundur Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 8. október n.k. (2014090446)
Bæjarráð samþykkir að Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri fari með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.

3. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 10. október n.k. (2014090565)
Bæjarráð samþykkir að Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri fari með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.

4. Frumvarp til laga um  virðisaukaskatt o.fl. (skattkerfisbreytingar) (2014090489)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0002.html
Lagt fram.

5. Frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 (breyting ýmissa laga) (2014090490)
http://althingi.is/altext/144/s/0003.html
Lagt fram.

6. Tillaga til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu (2014090529)
http://www.althingi.is/altext/144/s/0014.html
Lagt fram.

7. Stöðuhlutfall leikskólafulltrúa (2014090510)
Áður á dagskrá bæjarráðs 5. júní s.l.

Leikskólastjórar í Reykjanesbæ ítreka nauðsyn þess að færa stöðugildi leikskólafulltrúa til fyrra horfs, úr 60% í 100%. 
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2015.

8. Erindi formanns fimleikadeildar Keflavíkur varðandi rekstur Íþróttaakademíunnar (2014090558)
Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að taka yfir rekstur Íþróttaakademíunnar frá og með 1. janúar 2015.
Bæjarráð óskar umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs og aðalstjórnar Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.