998. fundur

16.10.2014 09:43

998. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 16. október 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir varamaður, Anna Lóa Ólafsdóttir varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Elísabet Magnúsdóttir fundarritari.

1. Fundargerð stjórnar Hljómahallar 2/10´14 (2014010407)
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24/9 og 8/10´14 (2014020154)
Fundargerðin lögð fram.

3. Erindi innanríkisráðuneytisins v/drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta (2014100195)
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglugerðirnar fyrir sitt leyti.

4. Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög vegna samninga um afnot af landi innan þjóðlendna (2014100185)
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til upplýsinga.

5. Málefni HS Veitna hf. (2014100235)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir hluthafafundi í HS Veitum hf. við fyrsta hentugleika.  Samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans.  Minnihlutinn greiðir atkvæði á móti.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.