03.09.2014 16:07

460. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 2. september 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00.

Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Eysteinn Eyjólfsson varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hjörtur Zakaríasson fundarritari og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.

1. Fundagerðir bæjarráðs 21/8 og 28/8´14 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar.  Til máls tóku Árni Sigfússon og Kjartan Már Kjartansson.  Fundagerðirnar samþykktar 11-0.

2. Fundargerð barnaverndarnefndar 25/8´14 (2014020157)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina sem lögð var fram án umræðu.

3. Fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs 25/8´14  (2014010742)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tóku Kristinn Jakobsson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 26/8´14  (2014010822)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tók Kristinn Jakobsson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

5. Fundargerð menningarráðs 20/8´14 (2014010159)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson og Friðjón Einarsson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

6. Fundargerð stjórnar SSS 14/8´14 (2014010042)
Forseti gaf orðið laust um fundargerð SSS.  Fundargerðin lögð fram án umræðu.

7. Tillaga bæjarfulltrúa Framsóknarflokks varðandi áheyrnarfulltrúa í ráðum Reykjanesbæjar (2014080547)
Forseti gaf orðið laust um tillöguna.  Til máls tók Kristinn Jakobsson og Eysteinn Eyjólfsson er lagði fram eftirfarandi bókun meirihlutans:

Meirihluti Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar og óháðra mun efla íbúalýðræði, auka áhrif íbúa og auðvelda þeim þátttöku í málefnum bæjarins með auknu aðgengi að upplýsingum, auknu samráði og þátttöku í ákvarðanatöku.

Þetta verður m.a. gert með því að bæta verklag við ritun fundargerða og birtingu fylgigagna, með því að halda borgarafundi um stöðu bæjarins, með því að gera upplýsingavef og íbúavefi Reykjanesbæjar öflugari og skilvirkari, með því að efla ungmennaráð Reykjanesbæjar og vinna að stofnun öldungaráðs.

Guðbrandur Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson

Til máls tók Árni Sigfússon er lagði fram eftirfarandi bókun:  Sjálfstæðismenn hafa áður lagt fram tillögu um að Framsóknarflokkurinn fái áheyrnarfulltrúa í nefndum án þess að það þýði kostnaðarauka fyrir bæjarsjóð. Við erum enn sama sinnis.

Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Magnea Guðmundsdóttir og Baldur Guðmundsson.

Til máls tóku Böðvar Jónsson, Magnea Guðmundsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Baldur Þ. Guðmundsson.

Kristinn Þór Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun.
Ég harma það að meirihlutinn sem kenndi sig við lýðræði og gagnsæi í aðdraganda kosninganna i vor hefur kosið að hafna tillögu okkar  framsóknarmanna.

Þeir einstaklingar sem gefið hafa kost á sér og tilnefndir hafa verið sem áheyrnarfulltrúar og varamenn Framsóknar í nefndum eru allir með brennandi áhuga á samfélaginu og tilbúnir að vinna að heilindum og gera Reykjanesbæ meiri og betri.

Ég lýsi því hér með yfir að  framsóknarmenn allir, sem að listanum stóð í vor, munu vinna að endurskoðun á samþykktunum og munu leggja þá vinnu fyrir bæjarstjórnarfund fyrir áramót.  Heimild til tilnefninga áheyrnarfulltrúa í nefndum bæjarins er mikilvægt lýðræðismál í hugum Framsóknarmanna í Reykjanesbæ.

Ég dreg því tillöguna okkar um heimild til tilnefninga áheyrnarfulltrúa í nefndum Reykjanesbæjar til baka.

Kristinn Jakobsson.

Fleira ekki gert og fundi slitið.