461. fundur

17.09.2014 09:56

461. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 16. september 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Jóhann Sigurbergsson varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.  Fundargerð ritaði Hjörtur Zakaríasson bæjarritari.

1. Fundagerðir bæjarráðs 4/9 og 11/9´14 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar.  Til máls tók Kristinn Jakobsson er ítrekaði bókun sína um fundarritun frá 20. ágúst sl.
Til máls tóku Friðjón Einarsson og Guðbrandur Einarsson er lagði fram eftirfarandi bókun: 
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun Landsbanka Íslands að segja upp starfsmönnum við útibú bankans í Reykjanesbæ og flytja á annan tug starfa af svæðinu. Þetta svæði hefur mörg undanfarin ár glímt við mikið atvinnuleysi og erfitt hefur verið fyrir fólk með framhaldsmenntun að finna störf við hæfi.  Því skýtur skökku við að fyrirtæki í eigu ríkisins skuli ekki axla samfélagslegar skyldur sínar og hlúa að því fólki sem hefur sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum tíðina.

Böðvar Jónsson, Kristinn Jakobsson, Friðjón Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Jóhann Sigurbergsson, Guðný Birna, Baldur Þ. Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson, Árni Sigfússon.

Til máls tóku Böðvar Jónsson, Kjartan M. Kjartansson, Árni Sigfússon, Jóhann Sigurbergsson og Gunnar Þórarinsson. Fundagerðirnar samþykktar 11-0.

2. Fundargerð atvinnu- og hafnaráðs 10/9´14 (2014010256)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tóku Kristinn Jakobsson, Friðjón Einarsson, Kjartan M. Kjartansson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Árni Sigfússon og Jóhann Sigurbergsson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

3. Fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs 8/9´14 (2014010742)
Forseti gaf orðið laust  um fundargerðina.  Til máls tóku Friðjón Einarsson, Kristinn Jakobsson, Árni Sigfússon, Gunnar Þórarinsson, Kjartan M. Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.  Samþykkt 11-0 að vísa 1. máli og 6 máli a) og b) til bæjarráðs.  Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

4. Fundargerð fræðsluráðs 29/8´14 (2014010165)
Forseti gaf orðið laust um fundargerð fræðsluráðs.  Til máls tóku Kristinn Jakobsson, Friðjón Einarsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Baldur Guðmundsson og Árni Sigfússon.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 9/9´14 (2014010822)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tóku Kristinn Jakobsson, Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Böðvar Jónsson, Árni Sigfússon og Kjartan M. Kjartansson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

6. Fundargerð menningarráðs 11/9´14 (2014010159)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson, Kristinn Jakobsson og Kjartan M. Kjartansson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

7. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 10/9´14 (2014010200)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tóku Kristinn Jakobsson, Böðvar Jónsson, Árni Sigfússon, Jóhann Sigurbergsson,  Elín Rós Bjarnadóttir, Gunnar Þórarinsson, Baldur Þ. Guðmundsson og Friðjón Einarsson.  Samþykkt 11-0 að vísa 8. máli til bæjarráðs.  Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

8. Fundargerð stjórnar DS 27/8´14 ásamt fundargerð framhalds-aðalfundar 8/9´14 (2014011012)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar.  Til máls tók Böðvar Jónsson.  Fundagerðirnar lagðar fram.

9. Fundargerð stjórnar SSS 4/9´14 (2014010042)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin lögð fram án umræðu.

10. Fundargerð stjórnar SS 11/9´14 (2014011013)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin lögð fram án umræðu.

11. Tillaga bæjarfulltrúa Framsóknarflokks varðandi endurskoðun á Samþykkt um stjórnun Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar (2014090253)
Forseti gaf Kristni Jakobssyni orðið laust um tillöguna sem fylgdi henni úr hlaði.  Til máls tók Gunnar Þórarinsson er lagði til að vísa tillögunni til bæjarráðs sem samþykkt var 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið.