17.03.2015 00:00

475. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 17. mars 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Halldóra Hreinsdóttir varabæjarfulltrúi, Kristján Jóhannesson varabæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarritari og  Hjörtur Zakaríasson fundarritari.


1. Fundagerðir bæjarráðs 5/3 og 12/3´15 (2015010022)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar.  Til máls tóku Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson er lagði fram eftirfarandi bókun meirihlutans:

Með tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að taka til endurskoðunar uppsögn á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum er verið að hafna því að lækka útgjöld bæjarins í þessu tilliti. Lækkun sem gert er ráð fyrir að skili 120 milljónum króna í lægri útgjöldum bæjarins árið 2015 og enn hærri fjárhæðum þegar þessar aðgerðir eru að fullu komnar til framkvæmda.

Í ljósi bágrar fjárhagsstöðu bæjarins telja undirritaðir fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn einboðið að standa þurfi við fyrri ákvarðanir um uppsagnir á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum þrátt fyrir að einhverjar breytingar verði á starfsliði bæjarins.

Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristján Jóhannsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Anna Lóa Ólafsdóttir.

Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristján Jóhannsson, Gunnar Þórarinsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir. Fundagerðirnar samþykktar 11-0.

2. Fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs 9/3´15 (2015010174)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tók Friðjón Einarsson er lagði til að vísa 2. máli til bæjarráðs..  Til máls tóku Ingigerður Sæmundsdóttir, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Magnea Guðmundsdóttir. Samþykkt 11-0 að vísa 2. máli til bæjarráðs. Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

3. Fundargerð menningarráðs 12/3´15 (2015010095)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Kristján Jóhannsson og Friðjón Einarsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.

4. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 11/3´15 (2015010113)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Sérstaklega var greitt atkvæði um 2. og 5. mál í fundargerðinni sem samþykkt var 11-0. Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

5. Fundargerð stjórnar DS 18/2´15 (2015030003)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Böðvar Jónsson, Gunnar Þórarinsson og Halldóra Hreinsdóttir.  Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar SS 12/3´15 (2015010510)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tók Böðvar Jónsson. Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.