20.05.2015 10:11

479. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 19. maí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi.  Bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson, fundargerð ritaði Ásbjörn Jónsson og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.

1. Fundargerð bæjarráðs 7/5´15 (2015010022)
Forseti gaf orðið laust.  Til máls tóku Árni Sigfússon  og  Kjartan Már Kjartansson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

2. Fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs 11/5´15 (2015010174)
Forseti gaf orðið laust.  Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Kjartan Már Kjartansson og Friðjón Einarsson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 13/5´15 (2015010113)
Forseti gaf orðið laust.  Til máls tóku Magnea Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson, Böðvar Jónsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson, Árni Sigfússon og Guðbrandur Einarsson.

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna frestunar Skipulagsráðs á afgreiðslu deiliskipulags vegna lóða fyrir Thorsil í Helguvík.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur nú haft til umfjöllunar breytingu á deiliskipulagi hluta lóða í Helguvík, sem snýr að því að sameina nokkrar lóðir í eina lóð, frá því í janúar á þessu ári. Fyrirtækinu Thorsil hefur þegar verið úthlutað umræddum lóðum en nauðsynlegt er að sameina þær vegna bygginga. Þetta tiltölulega einfalda deiliskipulagsmál hefur verið tafið óeðlilega í meðförum ráðsins.  Meirihluti ráðsins hefur ítrekað frestað að taka afstöðu til málsins og  bíður nú með frekari skoðun á því til loka mánaðarins. Ljóst er að ekkert er því til fyrirstöðu að heimila breytingu á deiliskipulaginu.  Samt frestar skipulagsráðið enn afgreiðslu málsins, sbr. fyrirliggjandi bókun.
Með frekari töfum er verið að setja í hættu mikilvægt verkefni, sem hefur verið lengi í undirbúningi, stenst allar kröfur gagnvart mengunarvörnum og skapar hundruðum manna vel launuð störf í Reykjanesbæ.

Við hvetjum núverandi meirihluta bæjarstjórnar til að ná strax saman um málið og ljúka því.

Verði málið ekki frágengið frá skipulagsráði fyrir næsta bæjarstjórnarfund munu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram sjálfstæða tillögu um það í bæjarstjórn og freista þess að nýr meirihluti muni styðja það.

Hver dagur skiptir máli. Við skulum ekki  tefja uppbyggingu atvinnulífsins heldur leggja okkar af mörkum til að sú uppbygging sem nú er hafin haldi áfram. Nú er tækifæri til að sýna það í verki að við stöndum með vel launuðum störfum !

Árni Sigfússon, Magnea Guðmundsdóttir, Böðvar Jónsson, Baldur Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

4. Fundargerðir stjórnar SSS 6/5 og 13/5´15 (2015010698)
Forseti gaf orðið laust.  Fundargerðirnar lagðar fram án umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.