480. fundur

03.06.2015 09:28

480. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 2. júní 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Jóhann Snorri Sigurbergsson, varabæjarfulltrúi, Kristján Jóhannsson varabæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varabæjarfulltrúi, Davíð Páll Viðarsson varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson ritari og í forsæti var Magnea Guðmundsdóttir.

1. Fundargerðir bæjarráðs 21/5 og 28/5´15 (2015010022)
Forseti gaf orðið laust.  Guðný Birna Guðmundsdóttir situr hjá í  lið 10  frá 21. maí 2015.  Fundargerðirnar samþykktar 11-0 án umræðu.

2. Fundargerð atvinnu- og hafnaráðs 27/5´15  (2015010547)
Forseti gaf orðið laust.  Til máls tóku Kristinn Jakobsson og Magnea Guðmundsdóttir.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

3. Fundargerð fræðsluráðs 29/5´15 (2015010099)
Forseti gaf orðið laust.   Til máls tóku Árni Sigfússon, Kristinn Þór Jakobsson og  Kjartan Már Kjartansson  Fundargerðin samþykkt 11-0.

4. Fundargerð menningarráðs 21/5´15  (2015010095)
Forseti gaf orðið laust.  Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson.   Fundargerðin samþykkt 11-0.

5. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 27/5´15 (2015010113)
Forseti gaf orðið laust.   Til máls tóku Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Gunnar Þórarinsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson og Árni Sigfússon.

Bókun frá Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur:

Ég hef lengi verið ósátt við ákvörðun fyrrverandi bæjarstjórnar að setja mengandi iðnað á svæði rétt um kílómeter við íbúabyggð.
Ég vil að íbúar fái að njóta vafans sem er töluverður.  Þegar ákvarðað er hvort mengunin muni verða innan eða utan marka er byggt á spám sem óvíst er hvort gangi eftir enda mæla eftirlitsstofnanir með að svæðið verði vaktað þegar verksmiðjur hefja störf.

Kolbrún Jóna Pétursdóttir

Þriðji liður í fundargerðinni um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík er borin sérstaklega upp til atkvæða og er samþykktur með 9 atkvæðum.  Kolbrún Jóna Pétursdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir sátu hjá.

Fundargerðin samþykkt  11-0 að öðru leyti.

6. Fundargerð stjórnar BS 19/5´15 (2015020269)
Forseti gaf orðið laust.   Fundargerðin lögð fram án umræðu.

7. Fundargerð aðalfundar DS 22/4´15 (2015050382)
Forseti gaf orðið laust.   Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Árni Sigfússon, Baldur Þ. Guðmundsson og Friðjón Einarsson.  Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar SS 19/5´15 (2015010510)
Forseti gaf orðið laust.  Fundargerðin lögð fram án umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.