18.11.2015 11:55

488. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn 17. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.

Mættir: Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir bæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og  Ásbjörn Jónsson, ritari, Guðbrandur Einarsson var í forsæti.

1. Fundargerðir bæjarráðs 5. og 12. nóvember 2015 (2015010022)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson, Guðbrandur Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson og Árni Sigfússon. Fundargerðirnar samþykktar 11 - 0.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 11. nóvember 2015 (2015010113)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir og Guðbrandur Einarsson. Ellefti liður í fundargerðinni um nýtt deiliskipulag Reykjanesvita og nágrennis er borinn sérstaklega upp til atkvæða og er samþykktur með 11 atkvæðum.  Fundargerðin samþykkt 11 - 0 að öðru leyti.

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 3. nóvember 2015 (2015030409)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11 - 0 án umræðu.

4. Fundargerð menningarráðs 12. nóvember 2015 (2015010095)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson.  Fundargerðin samþykkt 11 - 0.

5. Rafræn íbúakosning - tillaga um undirkjörstjórn (2015080342)

Tilnefnd eru í undirkjörstjórn vegna rafrænu íbúakosningarinnar, sem fram fer 24. nóvember nk. frá kl. 02:00 til 4. desember nk. til kl. 02:00, Stefanía Gunnarsdóttir, Anna María Cornette, Oddný Leifsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir, Þór Fjalar Hallgrímsson, Helena Ósk Árnadóttir, Guðný Húnbogadóttir og Guðríður Waage. Réttkjörin.

6. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum (2015100464)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Gunnar Þórarinsson, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Magnea Guðmundsdóttir og Kolbrún Jóna Pétursdóttir.

Í lok fundar var Böðvari Jónssyni færðar þakkir fyrir að sitja sinn 400. fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.