495. fundur

02.03.2016 08:10

495. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn 1. mars 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.

Mættir: Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir bæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Davíð Páll Viðarsson varabæjarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, ritari, Guðbrandur Einarsson var í forsæti.


1. Fundargerðir bæjarráðs 18. og 25. febrúar 2016 (2016010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Fundargerðirnar samþykktar 11-0 án umræðu.


2. Fundargerðir barnaverndarnefndar 18. janúar og 22. febrúar 2016 (2016020332)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Fundargerðirnar lagðar fram án umræðu.


3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 16. febrúar 2016 (2016010316)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson og  Ingigerður Sæmundsdóttir. Samþykkt 11-0 að vísa fjórða lið b fundargerðarinnar um gjaldskrá er varðar gistingu í grunnskólum í Reykjanesbæ til bæjarráðs. Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.


4. Fundargerð menningarráðs 23. febrúar 2016 (2016010294)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson og Friðjón Einarsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.


5. Fundargerð velferðarráðs 24. febrúar 2016 (2016020334)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tók Kristinn Þór Jakobsson og lagði fram eftirfarandi bókun:  Hvaða kostnaður mun falla á bæjarsjóð við lokun Bjargarinnar og hvað mun sparast í útgjöldum vegna lokunarinnar?   Þá tóku til máls Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Kristinn Þór Jakobsson, Friðjón Einarsson og Ingigerður Sæmundsdóttir. Samþykkt að vísa öðrum tölulið fundargerðarinnar um reglur um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ til bæjarráðs 11-0.  Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.


6. Fundargerð fræðsluráðs 26. febrúar 2016 (2016010248)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Árni Sigfússon og Friðjón Einarsson.  Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið.