22.06.2016 09:07

502. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn 21. júní 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.

Mættir: Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Þ. Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalbæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varabæjarfulltrúi, Alexander Ragnarsson varabæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Halldóra Hreinsdóttir varabæjarfulltrúi,  Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 9. og 16. júni 2016 (2016010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Alexander Ragnarsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Magnea Guðmundsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0. Ingigerður Sæmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu máls nr. 11 í fundargerð bæjarráðs nr. 1077 dags. 9. júní 2016.

2. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs  7. júní 2016 (2016010316)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin  samþykkt 11-0 án umræðu.

3. Sumarleyfi bæjarstjórnar (2016060218)

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir frá 22. júní til 11. ágúst n.k.   Næsti bæjarstjórnarfundur verður þriðjudaginn 16. ágúst 2016.   Tillagan samþykkt 11-0 án umræðu.

4. Kosningar til eins árs í bæjarstjórn og bæjarráð 2016 (2016060219)

Kosningar til eins árs

Bæjarstjórn:

Forseti bæjarstjórnar: Uppástunga kom um Guðbrand Einarsson og var hann sjálfkjörinn.

Varaforseti: Uppástunga kom um Elínu Rós Bjarnadóttur og var hún sjálfkjörin.

Annar varaforseti: Uppástunga kom um Magneu Guðmundsdóttur og var hún sjálfkjörin.

Tveir skrifarar: Uppástunga kom um Guðnýju B. Guðmundsdóttur og Böðvar Jónsson og voru þau sjálfkjörin.

Tveir varaskrifarar: Uppástunga kom um Baldur Guðmundsson og Gunnar Þórarinsson og voru þeir sjálfkjörnir.

Bæjarráð:         

Uppástunga kom um aðalmenn Gunnar Þórarinsson, Guðbrand Einarsson, Friðjón Einarsson, Árna Sigfússon og Böðvar Jónsson og voru þeir sjálfkjörnir.

Varamenn þeirra skv. 2 mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, eru kjörnir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar af sama framboðslista í þeirri röð sem þeir skipuðu listann þegar kosið var til bæjarstjórnar.                                                            

Fleira ekki gert og fundi slitið.