504. fundur

06.09.2016 00:00

504. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. september 2016 kl. 17:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir,Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson fundarritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson. 

1. Fundargerðir bæjarráðs 18. og 25. ágúst og 1. september 2016 (2016010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.  Til máls tók Guðbrandur Einarsson.  Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

2. Fundargerð barnaverndarnefndar 22. ágúst 2016 (2016020332)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin lögð fram án umræðu.

3. Fundargerð velferðarráðs 25. ágúst 2016 (2016020334)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.   Samþykkt að vísa þriðja tölulið fundargerðarinnar til bæjarráðs 11-0.  Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti án umræðu.

4. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 25. ágúst 2016 (2016010108)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

5. Fundargerð fræðsluráðs 26. ágúst 2016 (2016010248)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tók Baldur Guðmundsson.   Fundargerðin samþykkt 11-0.

6. Tilnefning fulltrúa í ráðum (2016090017)
Heba Maren Sigurpálsdóttir hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum sem varamaður í velferðarráði.  Tillaga kom um Vilborgu Jónsdóttur  sem varamann í velferðarráð og var hún sjálfkjörin.
Margrét Blöndal hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum í fræðsluráði. Tillaga kom um Jóhönnu Björk Sigurbjörnsdóttur sem aðalmann í fræðsluráði og var hún sjálfkjörin.
Elínborg Herbertsdóttir hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum í menningarráði sem varamaður. Tillaga kom um Johan D. Jónsson sem varamann og var hann sjálfkjörinn.


Fleira ekki gert og fundi slitið.