517. fundur

21.03.2017 00:00

517. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var  haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. mars 2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 9. og 16. mars 2017 (2017010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Friðjón Einarsson og Kjartan Már Kjartansson. Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 14. mars 2017 (2017010147)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Elín Rós Bjarnadóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.
Fertugasti og sjötti liður í fundargerðinni, Nesvellir- Deiliskipulagsbreyting og fertugasti og sjöundi liður í fundargerðinni Hæðargata 9,- Breytingar, er vísað til umhverfis- og skipulagsráðs og var samþykkt með 11 atkvæðum.
Fimmtugasti liður í fundargerðinni, Hafnargata 12 – Deiliskipulagsskilmálar er borinn sérstaklega upp til akvæða og samþykktur með 11 atkvæðum.
Fimmtugasti og fyrsti liður fundargerðarinnar, Hafnargata 19-21 - Grenndarkynning er borinn sérstaklega upp til atkvæða og samþykktur með 11 atkvæðum.
Sjötugasti og sjötti liður fundargerðarinnar, Dalbraut 22-36 – Deiliskipulagsbreyting er borinn sérstaklega upp til atkvæða og samþykktur með 11 atkvæðum
Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 7. mars 2017 (2017010209)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir. Fundargerðin samþykkt 11-0.

4. Fundargerð menningarráðs 9. mars 2017 (2017010176)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson. Guðbrandur Einarsson lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt 10-0.

5. Aðlögunaráætlun 2017-2022 (2017030258)
Forseti gaf orðið laust um aðlögunaráætlunina. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Böðvar Jónsson, Kristinn Þór Jakobsson, Gunnar Þórarinsson, Friðjón Einarsson og Guðbrandur Einarsson.
Aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar 2017 - 2022, vísað til síðari umræðu 18. apríl nk.

Fleira ekki gert og fundi slitið.