03.10.2017 00:00

528. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3. október 2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Þórarinsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri,
Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

Kristinn Þ. Jakobsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins boðaði forföll og varamaður einnig. Ekki vannst tími til að útbúa kjörbréf fyrir annan varamann.

1. Fundargerðir bæjarráðs 21. og 28. september 2017 (2017010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson.

2. mál frá 1141. fundi bæjarráðs 28. september 2017 var sérstaklega tekið til afgreiðslu með eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 3.600.000.000 kr. til allt að 38 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á skuldum Reykjaneshafnar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Reykjanesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“
Samþykkt 10-0
Fundargerðirnar samþykktar 10-0 að öðru leyti.

2. Fundargerð velferðarráðs 25. september 2017 (2017020056)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Ingigerður Sæmundsdóttir og Guðbrandur Einarsson. Fundargerðin samþykkt 10-0.

3. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 28. september 2017 (2017020267)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 10-0 án umræðu.

4. Fundargerð fræðsluráðs 29. september 2017 (2017010198)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 10-0 án umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20.