10.10.2017 00:00

529. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar - aukafundur var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. október 2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerð bæjarráðs 4. október 2017 (2017010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4. október 2017 (2017010147)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 3. október 2017 (2017010209)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

4. Samkomulag við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (2017090296)
Forseti gaf Kjartani M. Kjartanssyni bæjarstjóra orðið er fylgdi úr hlaði samkomulagi við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samkomulagið samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.