02.01.2018 00:00

535. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. janúar 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Þ. Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir  ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerð bæjarráðs 21. desember 2017 (2017010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Kristinn Þ. Jakobsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

2. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 21. desember 2017 (2017020267)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:25.