16.01.2018 00:00

536. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. janúar 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Þ. Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Eysteinn Eyjólfsson, Davíð Páll Viðarsson, Jóhann S. Sigurbergsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 4. og 11. janúar 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Kolbrún Jóna Pétursdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 9. janúar 2018 (2018010164)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Eysteinn Eyjólfsson og Jóhann S. Sigurbergsson.

Níundi liður fundargerðarinnar, Faxabraut 17 - Fyrirspurn um bílskúr (2018010107), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tíundi liður fundargerðarinnar, Hafnargata 57 - Niðurstaða athugasemda við grenndarkynningu (2017090107), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Ellefti liður fundargerðarinnar, Dalsbraut 3 og 5 - Niðurstaða kynningar á deiliskipulagi (2017110122), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fimmtándi liður fundargerðarinnar, Suðurgata 43 - Fyrirspurn um breytingar á bílskúr (2017060128), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sextándi liður fundargerðarinnar, Klettatröð 8 og 10 - Breyting á aðalskipulagi (2017110118), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sautjándi liður fundargerðarinnar, Gunnuhver - Umsókn um framkvæmdaleyfi ( 2018010074), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Nítjándi liður fundargerðarinnar, Hafnargata 56 - Deiliskipulagstillaga (2017110139), var samþykktur með 11 atkvæðum.

Tuttugasti og fyrsti liður fundargerðarinnar, Skógarbraut 932 - Deiliskipulagsbreytingar (2018010114), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tuttugasti og annar liður fundargerðarinnar, Leirdalur 2-16 - Breyting á deiliskipulagi (2016120086), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tuttugasti og þriðji liður fundargerðarinnar, Seylubraut 1 - Lóðarstækkun (2018010117), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

3. Fundargerð velferðarráðs 11. janúar 2018 (2018010214)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Annar liður fundargerðarinnar, Drög að breytingum um sérstakan húsnæðisstuðning (2017010329), var vísað til bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Þriðji liður fundargerðarinnar, Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra 2018 (2017080098), var vísað til bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0 án umræðu.

4. Fundargerð menningarráðs 11. janúar 2018 (2018010136)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Baldur Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

5. Fundargerð fræðsluráðs 12. janúar 2018 (2018010213)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.