540. fundur

20.03.2018 00:00

540. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. mars 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Jóhann S. Sigurbergsson, Davíð Páll Viðarsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Gunnarsdóttir ritari og í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 15. mars 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0 án umræðu.

2. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 6. mars 2018 (2018010171)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Jóhann S. Sigurbergsson og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

3. Fundargerð menningarráðs 8. mars 2018 (2018010136)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

4. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 13. mars 2018 (2018010164)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Jóhann S. Sigurbergsson, Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Árni Sigfússon, Gunnar Þórarinsson og Kristinn Þ. Jakobsson.

Tíundi liður fundargerðarinnar, Brimdalur 2-12 - breyting á skipulagi (2018020129), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að þrettánda lið verði vísað aftur til umhverfisráðs. Tillagan felld með 6 atkvæðum fulltrúa Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar gegn 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Þrettándi liður fundargerðarinnar, Framnesvegur 9-11 - deiliskipulag (2016010192), var samþykktur sérstaklega með 7 atkvæðum fulltrúa Beinnar leiðar, Frjáls afls, Samfylkingar og Framsóknarflokks gegn 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Átjándi liður fundargerðarinnar, Klettatröð 8 og 10 - breyting á aðalskipulagi (2017110118), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Nítjándi liður fundargerðarinnar, Leirdalur 2-16 - niðurstaða grenndarkynningar (2016120086), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tuttugasti liður fundargerðarinnar, Leirdalur 22-28 - fyrirspurn (2017010077), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og fyrsti liður fundargerðarinnar, Suðurvellir 16 - fyrirspurn um stækkun (2018030102), var samþykktur sérstaklega með 10 atkvæðum. Davíð Páll Viðarsson sat hjá vegna vanhæfis.

Tuttugasti og þriðji liður fundargerðarinnar, Fitjar 1 - vetnissala (2018030108), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tuttugasti og fimmti liður fundargerðarinnar, Borgarvegur 12 - fyrirspurn (2018030111), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tuttugasti og sjötti liður fundargerðarinnar, Hlíðahverfi - drög að deiliskipulagi (2015100139), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tuttugasti og áttundi liður fundargerðarinnar, Víðidalur 15 - fyrirspurn um stækkun (2018030116), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Þrítugasti og fyrsti liður fundargerðarinnar, Breytingar á svæðisskipulagi Suðurnesja (2017030458), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

5. Fundargerð fræðsluráðs 16. mars 2018 (2018010213)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

6. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar - seinni umræða (2018020333)
Forseti gaf orðið laust um húsnæðisáætlunina. Til máls tóku Böðvar Jónsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann S. Sigurbergsson og Kjartan Már Kjartansson.

Húsnæðisáætlun samþykkt með 11 atkvæðum.

7. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga (2017030449)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kristinn Þ. Jakobsson.

Sveitarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 864.395.900, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 850.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur þess og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á uppgjöri lífeyrisskuldbindinga við Lífeyrissjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er bæjarstjóra Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Reykjanesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Lántakan og heimildin samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.