544. fundur

15.05.2018 00:00

544. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. maí 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstóri, Hrefna Gunnarsdóttir ritari og í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerð bæjarráðs 11. maí 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 8. maí 2018 (2018010164)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Sjöundi liður í fundargerðinni, Klettatröð 11a - uppskipting lóða (2018050039), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Níundi liður í fundargerðinni, Skógarbraut 1104 - fyrirspurn um bílastæði (2018050041), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Ellefti liður í fundargerðinni, Hringbraut 108 - skipulagsbreyting (2018050043), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Tólfti liður í fundargerðinni, Leirdalur - breyting á deiliskipulagi (2016060374), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Þrettándi liður í fundargerðinni, Hamradalur 7 - fyrirspurn (2018050078), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Fjórtándi liður í fundargerðinni, Grænalaut 12-18 - stækkun á byggingarreit (2018050082), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Fimmtándi liður í fundargerðinni, Grænalaut 20-24 - stækkun á byggingarreit (2018050083), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Sextándi liður í fundargerðinni, Niðurrif á togaranum Orlik í Helguvík (2018040136), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Sautjándi liður í fundargerðinni, Rauðimelur - tillaga að matsáætlun (2018040264), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Átjándi liður í fundargerðinni, Framkvæmdaleyfi við Reykjanesvita (2018050084), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Nítjándi liður í fundargerðinni, Erindi Reykjaneshafnar til umhverfis- og skipulagsráðs (2018050080), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Tuttugasti liður í fundargerðinni, Viðbrögð Landsnets við athugasemdum vegna Suðurnesjalínu 2 (2018020147), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Tuttugasti og fjórði liður í fundargerðinni, Framnesvegur 11 - deiliskipulag (2016010192), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 10-0. Böðvar Jónsson sat hjá.

Tuttugasti og sjötti liður í fundargerðinni, Útilistaverkið Súlan við Duus Safnahús (2018050089), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.

Árni Sigfússon greiddi ekki atkvæði undir tíunda lið, Brekadalur 67 - stækkun á byggingareit (2018050041)

Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

3. Fundargerð velferðarráðs 9. maí 2018 (2018010214)
Forseti gaf orðið laust.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20.