21.08.2018 00:00

548. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. ágúst 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Margrét Ólöf A. Sanders, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Jóhann Friðrik Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerð bæjarráðs 16. ágúst 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerð bæjarráðs frá 16. ágúst 2018 og fundargerðir bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 13. ágúst 2018 (2018010164)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét Ólöf A. Sanders, Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fimmti liður fundargerðarinnar, Hótel Keflavík - Fyrirspurn um lyftuhús (2018080095), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sjötti liður fundargerðarinnar Hringbraut 96 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018080096), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sjöundi liður fundargerðarinnar Vallargata 24 - Fyrirspurn um uppsetningu loftnets (2018080097), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Áttundi liður fundargerðarinnar Mardalur 16-24 og 26-32 - Fyrirspurn um fjölgun íbúða (2018070200), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Ellefti liður fundargerðarinnar Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi (2018080100), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tólfti liður fundargerðarinnar Fitjabraut 4 - Umsókn um lóðarstækkun (2018080101), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

3. Fundargerð velferðarráðs 8. ágúst 2018 (2018010214)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

4. Fundargerð fræðsluráðs 10. ágúst 2018 (2018010213)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Gunnar Þórarinsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

5. Fundargerð menningarráðs 16. ágúst 2018 (2018010136)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fjórði liður fundargerðarinnar um Verndarsvæði í byggð (2016090211), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

6. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 16. ágúst 2018 (2018010352)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.