04.09.2018 00:00

549. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. september 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Margrét Ólöf A. Sanders, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Jóhann Friðrik Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Höskuldsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 23. og 30. ágúst 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Margrét Ólöf A. Sanders, Guðbrandur Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 27. ágúst 2018 (2018010164)
Þriðji liður fundargerðarinnar, Erindi um heimild til niðurrifs Framnesvegar 9 (2016010192).
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét Ólöf A. Sanders, Friðjón Einarsson og Guðbrandur Einarsson. Samþykkt sérstaklega með 10 atkvæðum.
Margrét Ólöf A. Sanders situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Fimmti liður fundargerðarinnar, Hafnargata 12 - breyting á deiliskipulagi (2016010194) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sjötti liður fundargerðarinnar, Tjarnargata 29 - niðurstaða grenndarkynningar (2018060167) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sjöundi liður fundargerðarinnar, Reynidalur 3-13 - niðurstaða grenndarkynningar (2017030187).
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét Ólöf A. Sanders, Guðbrandur Einarsson, Baldur Guðmundsson, Margrét Þórarinsdóttir.
Tillaga kom fram um að fresta málinu og var hún felld með 7 atkvæðum, 4 greiddu atkvæði með.
Liðurinn samþykktur sérstaklega með 7 atkvæðum, 4 greiddu atkvæði á móti.

Áttundi liður fundargerðarinnar, Austurgata 10 - niðurstaða grenndarkynningar (2018060168) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Níundi liður fundargerðarinnar, Lágseyla 3 - fyrirspurn um lóðarstækkun (2018080346) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tíundi liður fundargerðarinnar, Verndarsvæði í byggð (2016090211) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tólfti liður fundargerðarinnar, Pósthússtræti 5-9 - breyting á aðalskipulagi (2018040062)
Forseti gaf orðið laust, til máls tóku Gunnar Þórarinsson og Friðjón Einarsson.
Samþykktur sérstaklega með 10 atkvæðum. Gunnar Þórarinsson sat hjá.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina í heild. Til máls tók Margrét Ólöf A. Sanders.
Guðný Birna Guðmundsdóttir situr hjá við lið 13 - 16 í fundargerðinni.

Fundargerðin samþykkt 11 - 0 að öðru leyti.

3. Fundargerð barnaverndarnefndar 27. ágúst 2018 (2018010344)
Fundargerðin lögð fram án umræðu.

4. Kosning í sérstakar nefndir sbr. 59. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar (2018080160)
Forseti gaf orðið laust, til máls tók Margrét Þórarinsdóttir sem lagði fram eftirfarandi bókun:

„Forseti bæjarstjórnar og aðrir viðstaddir.

Ég geri hér með grein fyrir því að ég mun ekki greiða atkvæði í þessari nefndakosningu og legg fram eftirfarandi bókun:

Að loknum kosningum leitaði oddviti Frjáls afls og bæjarfulltrúi Gunnar Þórarinsson til Miðflokksins um samstarf um skipan í nefndir á vegum bæjarins. Úr varð að þessir tveir flokkar ákváðu að skipta með sér setu í nefndum en það var nauðsynlegt vegna ríkjandi nefndarfyrirkomulags samkvæmt bæjarmálasamþykkt sem ég reyndar tel ólýðræðislegt og gamaldags í ljósi þess að flokkum hefur fjölgað í bæjarstjórn.

Nú hefur það gerst að oddviti Frjáls afls hefur rofið þetta samkomulag við Miðflokkinn og samið við Sjálfstæðisflokkinn um setu í þremur nýjum nefndum. Það hefur gert það að verkum að Miðflokkurinn fær ekkert sæti í þessum nefndum, þar á meðal framtíðarnefnd.

Ég lýsi yfir verulegum vonbrigðum með framgöngu bæjarfulltrúa Frjáls afls í þessu máli. Ekki verður séð annað en að tilgangur hans og Sjálfstæðisflokksins sé að koma í veg fyrir að Miðflokkurinn fái sæti í nefndunum.

Ég fullyrði hér með að þessi framkoma sé einsdæmi.

Miðflokkurinn sem fékk 13.0% atkvæða í kosningunum fær ekki fulltrúa í neina af þessum nefndum eins og ég nefndi hér fyrr. Mér er það óskiljanlegt að í framtíðarnefnd skuli ekki allir oddvitar flokkanna eiga sæti þar sem við erum að tala um framtíð allra íbúa Reykjanesbæjar. Hvar er lýðræðið í því?

Miðflokkurinn mótmælir harðlega þessum ólýðræðislegu vinnubrögðum. Ég óska eftir því að fjöldi fulltrúa í framtíðarnefnd verði endurskoðaður þannig að allir flokkar fái aðkomu að þeirri vinnu sem mun fara þar fram.

Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins.“

Til máls tóku Gunnar Þórarinsson, Friðjón Einarsson og Margrét Þórarinsdóttir sem lagði fram eftirfarandi bókun:

„Svar við svari bæjarfulltrúa Frjáls afls.

Ég vil bara ítreka það sem ég sagði hér áðan. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég skil ekki hvað bæjarfulltrúanum gengur til með þessu. Haldið þið virkilega að bæjarbúum líki svona andlýðræðisleg vinnubrögð sem hér eru viðhöfð?

Hvar er samstarfið og hvar er lýðræðið?

Ég óska hér með að þetta verið bókað.“

4.1. Lýðheilsunefnd
Tilnefnd eru sem aðalmenn:
Jóhann Friðrik Friðriksson (B)
Guðrún Ösp Theodórsdóttir (S)
Kristín Gyða Njálsdóttir (Y)
Guðrún Pálsdóttir (Á)
Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D)

Tilnefnd eru sem varamenn:
Þráinn Guðbjörnsson (B)
Guðný Birna Guðmundsdóttir (S)
Hrafn Ásgeirsson (Y)
Gunnar Jón Ólafsson (Á)
Anna Steinunn Jóhannsdóttir (D)

4.2. Framtíðarnefnd:
Tilnefnd eru sem aðalmenn:
Súsanna Björg Fróðadóttir (B)
Styrmir Gauti Fjeldsted (S)
Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y)
Andri Örn Víðisson (D)
Baldur Guðmundsson (D)

Tilnefnd eru sem varamenn:
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B)
Jurgita Milleriene (S)
Valgerður B. Pálsdóttir (Y)
Hanna Björg Konráðsdóttir (D)
Grétar I. Guðlaugsson (D)

4.3. Markaðs-, atvinnu- og ferðamálanefnd
Tilnefnd eru sem aðalmenn:
Trausti Arngrímsson (B)
Bjarni Stefánsson (S)
Eydís Hentze Pétursdóttir (S)
Ríkharður Ibsensson (D)
Arnar Páll Guðmundsson (Á)

Tilnefnd eru sem varamenn:
Sigurður Hilmar Guðjónsson (B)
Friðjón Einarsson (S)
Kristjana Guðlaugsdóttir (S)
Þórunn Benediktsdóttir (Á)
Hanna Björg Konráðsdóttir (D)

Samþykkt með 10 atkvæðum, bæjarfulltrúi Miðflokks sat hjá.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.