551. fundur

02.10.2018 00:00

551. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. október 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Baldur Þórir Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerð bæjarráðs 20. september 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Andri Örn Víðisson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 28. september 2018 (2018010164)
Fyrsti liður fundargerðarinnar, Aðalskipulagsbreyting IB20/OP-22 Njarðarbraut, Hafnargata og Víkurbraut (2017090121), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum. 

Þriðji liður fundargerðarinnar, Fitjabraut 4 - fyrirspurn um viðbótarbyggingu á lóð (2018090339), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum. 

Sjötti liður fundargerðarinnar, Hlíðahverfi ÍB28 og ÍB29 - óveruleg breyting á aðalskipulagi (2015100139), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum. 

Sjöundi liður fundargerðarinnar, Tjarnarbraut 2 og 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi (2017100067), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum. 

Tíundi liður fundargerðarinnar, Tillögur að verndarsvæði í byggð (2016090211).
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Margrét Ólöf A. Sanders og Friðjón Einarsson.
Tillaga kom fram um að vísa tíunda lið aftur til umhverfis- og skipulagsráðs. Samþykkt 11-0. 

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

3. Fundargerðir stjórnar Reykjaneshafnar 20. og 27. september 2018 (2018010352)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

4. Fundargerð barnaverndarnefndar 24. september 2018 (2018010344)
Fundargerðin lögð fram án umræðu.

5. Fundargerð velferðarráðs 25. september 2018 (2018010214)
Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.25.