554. fundur

20.11.2018 00:00

554. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. nóvember 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Ríkharður Ibsen, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 15. nóvember 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég mæli hér fyrir breytingartillögu við fjárhagsáætlun.

Tillagan hljóðar svo:

Í fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir því að frá og með 1. janúar 2019 verði boðið upp á systkinaafslátt af skólamáltíðum.
Ef tvö systkini eða fleiri sækja skóla í Reykjanesbæ er einungis greiddur skólamatur fyrir eitt barn.

Greinargerð
Færst hefur í vöxt að bæjarfélög bjóði systkinaafslátt af skólamáltíðum eða jafnvel gjaldfrjálsar skólamáltíðir eins og nágrannasveitarfélag okkar Vogar.
Alþýðusamband Íslands hefur lagt áherslu á það að mikilvægt sé að koma til móts við tekjuminni fjölskyldur og draga úr gjaldtöku m.a. vegna skólamáltíða.
Rökstuðningurinn fyrir því að afnema gjaldtöku á skólamáltíðum hefur verið að mismuna ekki börnum á grundvelli efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og létta undir með barnafjölskyldum.
Reykjanesbær á ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum.
Með tillögu þessari yrði stigið fyrsta skrefið í því að gera skólamáltíðir í Reykjanesbæ gjaldfrjálsar.

Tillagan er hér með lögð fram og óskast bókuð.
Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins.“

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 9. nóvember 2018 (2018010164)

Annar liður fundargerðarinnar, Vogshóll, Sjónarhóll - Deiliskipulagsbreyting (2018060202), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Þriðji liður fundargerðarinnar, Klettatröð 19 - Fyrirspurn (2018110068), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fimmti liður fundargerðarinnar, Flugvellir 14 - Fyrirspurn (2018110070), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sjöundi liður fundargerðarinnar, Aspardalur 1 - Deiliskipulagsbreyting (2018090129), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Áttundi liður fundargerðarinnar, Grundarvegur 2 - Fyrirspurn (2018110072), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Níundi liður fundargerðarinnar, Stapabraut 21 - Deiliskipulagsbreyting (2013060104), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Ellefti liður fundargerðarinnar, Duusgata 10 - Deiliskipulagsbreyting (2018110073), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Margrét Þórarinsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Díana Hilmarsdóttir, Ríkharður Ibsen og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

3. Fundargerð menningarráðs 9. nóvember 2018 (2018010136)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Baldur Þórir Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 13. nóvember 2018 (2018010171)

Forseti gaf orðið laust.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

5. Fundargerð velferðarráðs 14. nóvember 2018 (2018010214)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

6. Jafnlaunastefna Reykjanesbæjar - fyrri umræða (2018100161)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri tók til máls og fylgdi jafnlaunastefnunni úr hlaði.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Baldur Þórir Guðmundsson.

Jafnlaunastefnu Reykjanesbæjar vísað til síðari umræðu 4. desember nk. Samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.