570. fundur

20.08.2019 17:00

570. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi Hljómahöll 20. ágúst 2019 kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Gunnar Felix Rúnarsson, Andri Örn Víðisson, Jasmina Crnac, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerð bæjarráðs 15. ágúst 2019 (2019050058)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina og fundargerðir bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Til máls tók Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Sjálfstæðisflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 12 í fundargerð bæjarráðs frá 15. ágúst 2019:
„D-listinn telur að með fjölgun nýrra starfa á bæjarskrifstofum sé verið að auka báknið í stað þess að nýta tækifærið og minnka álögur á íbúa.
D-listinn lagði fram eftirfarandi áhersluatriði í upphafi kjörtímabilsins: „Aukið svigrúm í fjármálum skal varið í að minnka álögur á íbúa, hlúa að innviðum en alls ekki til að auka bákn sveitarfélagsins“.“
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders og Andri Örn Víðisson Sjálfstæðisflokki.
Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson og Margrét A. Sanders.
Fundargerðin frá 15. ágúst 2019 samþykkt 11 – 0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1231. fundar bæjarráðs 15. ágúst 2019 

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 16. ágúst 2019 (2019050346)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 16. ágúst til sérstakrar samþykktar:
Sjötti liður fundargerðarinnar Hótel Keflavík - Viðbygging ( 2019060203) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Djúpivogur 9 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019051605) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Bolafótur - Deiliskipulag (2019051640) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fimmtándi liður fundargerðarinnar Brekadalur 59 - Stækkun á byggingareit (2019080264) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sextándi liður fundargerðarinnar Skólavegur 48 - Stækkun (2019080265) var samþykktur með 10 atkvæðum án umræðu, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Sjálfstæðisflokki lýsti sig vanhæfa.
Sautjándi liður fundargerðarinnar Kópubraut 11 - Bílskúr (2019060400) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Átjándi liður fundargerðarinnar Tjarnargata 36 - Umsókn um byggingarleyfi (2019060368) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Nítjándi liður fundargerðarinnar Háholt 17 - Umsókn um byggingarleyfi (2019060451) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11 – 0.

Fylgigögn:

Fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs 16. ágúst 2019

3. Fundargerð velferðarráðs 14. ágúst 2019 (2019050527)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.

Fylgigögn:

Fundargerð Velferðarráðs 14. ágúst 2019

4. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2019 - 2023 - fyrri umræða (2019050790)

Guðný Birna Guðmundsdóttir tók til máls og fylgdi jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar úr hlaði.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét A. Sanders, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson
Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar vísað til síðari umræðu 3. september nk. Samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00