15.10.2019 17:00

574. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 15. október 2019 kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Margrét Þórarinsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 2. og 10. október 2019 (2019050058)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson og Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1238. fundar bæjarráðs 2. október 2019
Fundargerð 1239. fundar bæjarráðs 10. október 2019

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4. október 2019 (2019050346)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 4. október til sérstakrar samþykktar:

Þriðji liður fundargerðarinnar Ný aðkoma MÓT - Breyting á deiliskipulagi (2019100007) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Sjötti liður fundargerðarinnar Mardalur 16-34 - Fyrirspurn (2019060043) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Tólfti liður fundargerðarinnar Leirdalur 22-28 - Breyting á deiliskipulagi (2019090061) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf síðan orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11 – 0.

Fylgigögn:

Fundargerð 236. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 4. október 2019

3. Fundargerð lýðheilsuráðs 9. október 2019 (2019090494)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Til máls tók Margrét A. Sanders, Sjálfstæðisflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 1 í fundargerð lýðheilsuráðs:

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fagna því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hafi komið á fund Lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar og að formleg samskipti eigi sér stað á milli sveitarfélagsins og HSS.
Áhugaverðar hugmyndir hafa verið settar fram og teljum við mikilvægt að formlegt samráð og samskipti verði á milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum, starfsfólks og annarra hagaðila, þegar stefna HSS til framtíðar verður sett fram.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja þingmenn til að berjast áfram fyrir auknum fjárveitingum til HSS enda hafa þær ekki fylgt gríðarlegri fjölgun íbúa á Suðurnesjum né heldur aukinni fjölmenningu á svæðinu. Hvetjum einnig þingmenn annarra kjördæma að koma á vagninn með okkur og vinna að þessu sanngjarna máli.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að íbúar á svæðinu sýni í verki og umræðu stuðning við HSS.“

Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Til máls tóku Jóhann Friðrik Friðriksson, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11 – 0.

Fylgigögn:

Fundargerð 2. fundar lýðheilsuráðs 9. október 2019

4. Fundargerð velferðarráðs 9. október 2019 (2019050527)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson og Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11 – 0.

Fylgigögn:

Fundargerð 380. fundar velferðarráðs 9. október 2019

5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 9. október 2019 (2019050295)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11 – 0.

Fylgigögn:

Fundargerð 133. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 9. október 2019

6. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 11. október 2019 (2019090452)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11 – 0.

Fylgigögn:

Fundargerð 2. fundar menningar- og atvinnuráðs 11. október 2019

7. Kosning varafulltrúa í fræðsluráð (2019080793)

Guðbjörg Ingimundardóttir (Á) varamaður í fræðsluráði hefur sagt sig úr nefndinni. Í hennar stað er lagt til að Alexander Ragnarsson (Á) taki sæti hennar og var hann sjálfkjörinn.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10.