581.fundur

04.02.2020 17:00

581. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 4. febrúar 2020, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 23. og 30. janúar 2020 (2020010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1253. fundar bæjarráðs
Fundargerð 1254. fundar bæjarráðs

2. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 22. janúar 2020 (2020010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Gunnar Þórarinsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 5. fundar menningar- og atvinnuráðs

3. Fundargerð barnaverndarnefndar 27. janúar 2020 (2020010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 2 í fundargerð barnaverndarnefndar frá 27. janúar 2020:

„Miðflokkurinn fagnar stofnun fjölskylduheimilis í Reykjanesbæ enda er um góða viðbót að ræða við hefðbundin úrræði. Ég lýsi þó verulegum áhyggjum mínum af álagi og starfsmannaveltu í Barnavernd Reykjanesbæjar, sérstaklega í ljósi þess að ekki er unnt að manna öll stöðugildi með viðeigandi fagmenntun.“

Margrét Þórarinsdóttir (M)

Til máls tóku Friðjón Einarsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 266. fundar barnaverndarnefndar

4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 28. janúar 2020 (2020010205)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 2 í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. janúar 2020:

„Þegar ég las Fréttablaðið þann 31. janúar varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Fyrirsögnin sem ég las var eftirfarandi: „Fá ekki styrk til að æfa sig fyrir Ólympíuleikana“. Þrír einstaklingar sóttu um styrk til íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar að upphæð 300 þúsund krónur. Íþrótta- og tómstundaráð hafnaði styrkumsókninni vegna þess að æfingaferðirnar falla ekki undir reglur íþróttasjóðsins. Sorgleg staða en sönn. Á sama fundi undir lið 1 í fundargerðinni var ekkert vandamál að samþykkja að veita hálfa milljón til Nettómótsins til að bæta opnunarhátíð og lokakvöld mótsins. Ég er ekki á móti styrk til Nettómótsins og styð það heilshugar. Ég gat hins vegar ekki séð að í reglum sjóðsins sé hægt að styðja ákveðin íþróttamót frekar en að styrkja æfingaferðir en hvorugt fellur undir reglur íþróttasjóðsins að því er virðist. Því spyr ég, á ekki sama að gilda um styrkveitingu Nettómótsins og styrkveitingu til þessara einstaklinga?
Eigum við ekki að vera stolt af íþróttafólkinu okkar sem er að ná langt og fer erlendis á mót á vegum landsliðs Íslands. Þetta er ákveðin forvörn fyrir unga fólkið, en það virðist ekki skipta máli hjá meirihlutanum. Enda kom það berlega í ljós þegar ég lagði fram tillögu mína þann 18. júní 2019 um að stofna afrekssjóð fyrir einstaklinga sem skara fram úr í íþróttum. Með einu pennastriki samþykkti meirihlutinn að hækka laun sviðsstjóra bæjarins, sem nemur 10 milljónum á ári. Þvert á lífskjarasamningana.
Allir bæjarfulltrúar samþykktu að vísa tillögu minni til íþrótta- og tómstundaráðs þar sem hún var tekin fyrir og greinilega misskilin, sbr. bókun mína á bæjarstjórnarfundi þann 3. september 2019.
Við erum að tala um að styrkja þetta unga fólk um 300 þúsund krónur sem gerir þeim kleift að æfa fyrir Ólympíuleikana. Ég bara trúi ekki að það sé ekki hægt að styrkja þetta unga frábæra afreksfólk. Ég legg því aftur fram tillögu mína um að stofna afrekssjóð með von um að meirihlutinn sjái nú ljósið og mikilvægi þess að afrekssjóður verði stofnaður. Við eigum frábært íþróttafólk sem er að standa sig mjög vel og við getum verið stolt af þeim og þau eru stolt að bera merki Reykjanesbæjar, sem er þekktur fyrir að vera íþróttabær. Gleymum því ekki að þau koma okkar sveitarfélagi á framfæri á jákvæðan hátt.

Ég óska eftir því að tillaga mín frá 18. júní 2019 verði færð á ný inn í fundargerð og komi til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi sem hljóðaði svona:
Bæjarstjórn samþykkir að Reykjanesbær stofni afrekssjóð fyrir framúrskarandi ungt íþróttafólk sem eiga lögheimili í bæjarfélaginu.“

Margrét Þórarinsdóttir (M)

Til máls tóku Styrmir Gauti Fjeldsted, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn: 

Fundargerð 137. fundar íþrótta- og tómstundaráðs

5. Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (2020010415)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum 11-0 tillögu tryggingastærðfræðings Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri verði 69%.

Fylgigögn:

Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafn Eftirlaunasjóðs

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20.