595. fundur

29.09.2020 17:00

595. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar - aukafundur, fjarfundur haldinn 29. september 2020, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Bálskýli við Seltjörn (2020090257)

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Seltjarnar sem lögð var fram undir 10. máli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 18. september 2020.
Breytingin á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir bæjarstjórn því breytinguna skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan samþykkt 10-0

Fylgigögn:

Bálskýli Samsett
Bálskýli við Seltjörn - bókun bæjarráðs 24.09.2020
Seltjörn bálskýli - bókun USK 18.09.2020

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15